Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Síða 14

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Síða 14
inu. Auðvitað vill hún spegla sig í betri hlutanum af sjálfri sér, þeim sem tekur mið af dásemdum hlutskiptisins frekar en byrð- um þess. Og þegar kemur að líkama kon- unnar vill spegilmyndin sýna hið eilífa fagra, en ekki hið eilífa kvenlega, hið eilífa frelsi, en ekki hina eilífu byrði. Þessi þáttur vitundarinnar felur eðlilega í sér hroka per- sónunnar, bæði gagnvart hlutskiptinu og heiminum. Og það erhann sem sviðseturlíf hennar andspænis veruleikanum. Hins vegar má greina vanmátt Öldu, þátt vitundar hennar um sjálfa sig í heiminum, þar sem vamarleysið hefur tekið við af glæsilegri stjómsemi. Vissulega lifir Alda fyrir sig inní sér, eins og textinn sjálfur gefur til kynna; textinn er hún og hún hann. En það sem gerir Öldu að manneskju og opnar lesandann fyrir textanum er sá þáttur vitundar hennar sem hrokinn getur ekki tamið. Þama eiga átökin sér stað og stríð Öldu er hennar við sjálfa sig í lífinu. Ef þetta er rétt, þá er með engu móti hægt að tala um Öldu sem helberan þolanda karl- dýrsins. Eins og gefur að skilja, þá túlkar Helga Kress vitund/speglun persónunnar með gjörólíkum hætti. Helga segir: „Alda sér sig með annarra augum og hún er sífellt að sviðsetja sig.“ (74) Síðan segir hún: Áhersla Öldu á augnaráðið nálgast algera sjálfsspeglun (narkissisma). Þegar hún hef- ur ekki augu til að skilgreina sig út frá horfir hún á sig í spegli (75). Til þess að túlkunin gangi upp, verður Alda ekki einungis að skilgreina sig út frá augna- ráði karlveldisins, heldur að hugsa um sig fyrst og síðast sem kynferðislegt viðfang þess. En er hún ekkert annað? Hugsar hún ekkert öðruvísi? Þó Alda efist ekki um þokka sinn á góðum degi, þá er markmið hennar lævi blandið og ekki endilega það sem Helga segir það vera: „Markmið Öldu er að aðrir, þ.e. karlmenn, vilji hana, og hún sér sig aðeins sem kynferðislegt viðfang“ (76). En Alda sér sig ekki bara utanfrá, ólíkt þeim sem gimast hana. Miklu frekar getum við sagt að Alda vildi að hún vildi einhvem, um leið og hún sviðsetur sig sem kynveru, skilur ekki þann karlmann sem lætur hana í friði og finnst hún vera ein af fáum útvöld- um. 3 Óhætt er að segja túlkun Helgu á vitundar- lífi Öldu ná hámarki, þar sem hún segir: „Ytrasta afleiðing gláps er nauðgun, og einnig hana ætlar Alda að gangast undir“ (76). Þessu til stuðnings vitnar hún í text- ann, þar sem Alda er á þvælingi í útlenskri borg og hugsar: „Hvaða máli skiptir mig eitt tippi til eða frá?“ (T 100). Þetta, segir Helga, „má sjá | . .. ] sem gróteska yfirlýs- ingu: Það er enginn munur á karlmönnum þegar til kemur. Allir eru þeir í rauninni nauðgarar“ (76). En þetta er nú bara ofsóknarbrjálæði. Það nauðgar enginn Öldu ívarsen, enda á hún ekki heima í veröld nauðgarans. Hún stend- ur utan við hana, eins og heiminn yfirleitt; hún er ósnertanleg öllum nema sjálfri sér. Og það er hennar kvöl. Orðin „Hvaða máli skiptir mig eitt tippi til eða frá“ vitna þannig miklu fremur um yfirþyrmandi einsemd Öldu en einhverja hugmynd hennar um karlmenn sem sísvanga blóðhunda, rífandi í sig bert kvenmannsholdið, nauðgandi og meiðandi. Kannski vildi hún í aðra röndina að svo væri, að einhver gæti látið hana finna verulega til. En Helga mistúlkar glápið, því 12 TMM 1992:2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.