Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Síða 21
fundið hana, heldur sundruð, ósamstæð og á sí-
felldri hreyfingu. Þetta rásandi sjálf, sem svo
kallast á máli táknfræðinnar, og hvergi finnur sér
fastan stað er ekki aðeins einkenni á stíl bókar-
innar, heldur jafnframt annað meginviðfangsefni
hennar" (bls. 92). í stuttu máli er Helga að ræða
hér um einn helsta vanda túlkunarfræðinnar og
leggur réttilega áherslu á ríkidæmi texta í þessu
tilliti andspænis vanmætti túlkandans. En á öðr-
um stað segir hún:
Julia Kristeva hafnar hugtakinu kona, en
talar þess í stað um hið kvenlega sem hún
segir að eigi það sameiginlegt með ýmsum
þjóðfélagslegum útlagahópum sem hún kall-
ar svo (m.a. skáldum, menntamönnum og
sálgreinendum) að vera skilgreint sem jaðar-
fyrirbrigði. En einmitt vegna jaðarstöðu
kvenna telur hún að þær standi nær kórunni,
hinu óhefta flæði, glundroðanum og stjóm-
leysinu en karlmenn yfirleitt. Þær nái betur
til hennar og hafi gagnrýnni sýn á lögmál
föðurins og karlveldisins en þeir. Samt sem
áður eigi konur varla um annað en tvo kosti
að velja í karlveldissamfélagi nútímans, að
samsama sig móðurinni og lifa þannig valda-
lausar á ysta jaðri samfélagskerfisins eða
samsama sig föðurnum og sækja þannig
sjálfsmynd sína til þess sama kerfis. [ . . . ]
Með [ástinni] reyna þær að sætta þessa tvo
heima, vera til í þeim báðum. Þær skilgreina
sig gjaman út frá henni og leita í henni að
öryggi og jafnvel eigin sjálfsmynd. í ást sinni
á karlmanninum reyna þær að fínna sér sama-
stað í tilverunni, og um leið óhjákvæmilega
í því lögmáli föðurins sem útilokar þær (bls.
58).
Það er hér sem undirstöður aðferðarinnar verða
mér óskiljanlegar og brengla að mínu mati alla
túlkunarfræði. Það er eitt að tala um „rásandi
sjálf‘, en annað að ætla hvaða kvenpersónu sem
er slagorðið „Þangað leitar klárinn sem hann er
kvaldastur!", í leit sinni að mannsæmandi lifi, og
ætla henni á sama tíma vitundarlíf sem rúmar
enga fyrirstöðu nema þá sem karlveldið býður.
TMM 1992:2
19