Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Side 32

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Side 32
apótekarinn tók öllum vel, því Möller — sem þó var vinsæll á sinn hátt — hafði alla tíð verið þurr á manninn, jafnvel stirfinn. Þá olli það talsverðum titringi í þorpinu þegar það kom upp úr dúrnum að maðurinn væri ólofaður. Henningsen kom sér fyrir í apótekinu, tvílyftu timburhúsi sem stóð í hnapp annarra húsa rétt ofan við fjörukambinn. Magðalena, kona Péturs Zakk, kom til hans daglega að sjá um húshaldið og Hannes Jónsson sem verið hafði innanbúðar hjá Möller hjálpaði til í lyfjabúðinni. Nýi apótek- arinn var ekki mikið á ferli úti við að deginum, en á kvöldin logaði oft ljós hjá honum fram undir miðnætti. Á sunnudögum gekk hann fjörur og hafði með sér hund sinn Hektor og þegar fór að vora sást hann stundum ríða út með Kolbeinsen kaupmanni. Allt var þetta harla gott, en samt er það svo, að jafnvel hinn óaðfinn- anlegi er ekki eins og hann ætti að vera. Eða hversvegna var maðurinn ógiftur? Og hvað var hann að bauka fram á nætur, og hversvegna tók hann aldrei í spil með lækninum og sýslumanninum? Já, hversvegna? Hjá Magðalenu og Hannesi var fátt um svör, nema hvað Magðalena sagði að apótekarinn æti bæði saltfisk og siginn fisk með bestu lyst. Þegar tvö ár voru liðin frá því Henningsen kom í plássið var nóg komið og eitthvað hlaut að gerast. Enda gerðist það. Henningsen sigldi til Kaupmannahafnar og kom aftur nýkvæntur, með ljóshærða apótek- aradóttur frá Fjóni upp á arminn. Unga frúin var látlaus í framkomu og hlýleg, og vann fljótt huga og hjörtu þorpsbúa. Brátt urðu menn þess varir að heimili lyfsalans hafði fengið nýjan svip. Þetta sást meðal annars á gluggunum þar sem litfögur blóm gægðust út á milli nýstárlegra gluggatjalda. Henningsen sjálfur virtist hins vegar ekki breyta háttum sínum svo mjög. Samt þóttust menn skilja að hann hefði verið einmana, en nú hefði gæfan tekið sér bólstað í húsi hans. Ekki leið á löngu þar til fólk fór að gruna að góðra tíðinda væri að vænta í apótekinu, og þegar tæpt ár var liðið frá því hún kom í plássið eignaðist hún dóttur. En einmitt þann sama dag kom í bæinn annar gestur óboðinn. Það var dauðinn sjálfur, og hann sópaði burt í einu vetfangi öllum hugmyndum um hamingju og gleði í apótekshúsinu. Hann breytti nýfædda englinum í raunverulegan engil, og að kveldi sama dags var móðirin unga líka horfín þessum heimi. 30 TMM 1992:2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.