Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Síða 35

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Síða 35
Svo er það sunnudag einn í sláttarbyrjun að hópur reiðmanna sést þyrla upp ryki á troðningum þeim sem liggja út úr þorpinu; það er skafheiður himinn og svalt í lofti. Þetta er glæst reið með viðeigandi hófaskellum, og fremstan íflokki má greina Kolbeinsen kaupmann á Jarp sínum; við hlið hans ríður maddama Kolbeinsen á bleikum. Síðan koma fjórir búðarþjónar, þá Páll sýslumaður og frú, sýsluskrifarinn, sóknar- presturinn og þrjár vinnustúlkur. Seinust í hópnum koma svo Henningsen apótekari á þeim brúna og Kolfinna á Perlu. Ferðinni er heitið upp í Amtmannsbrekkur eða út í Hólaskóg, eða eitthvað enn annað. En hvert svo sem leiðin liggur, þá er fólkið einhuga um að skemmta sér vel. Það er glatt í bragði og hnakktöskurnar úttroðnar af alls kyns góðgæti, ásamt brennivíni á flöskum og fleygum. Það gat orðið sukksamt í svona ferðum, því höfðinginn staupar sig, rétt eins og barnunginn sýgur móður sína. Embættismenn sem ekki skvettu duglega í sig, þóttu þessvegna hálfgerðir furðufuglar. Henn- ingsen apótekari var hér óræð stærð; hann lyfti glasi rétt eins og hver annar, en aldrei höfðu menn þó séð á honum vín. En hér fór allt vel fram, og þó að búðarþjónamir hefðu þurft að hjálpa sýslumanni og sóknarpresti á bak, komust allir klakklaust til síns heima. Flokkurinn var aftur á ferðinni sunnudaginn næsta, og síðan á hverri helgi fram eftír sumri. Það var sagt að sumt af unga fólkinu í hópnum væri að draga sig saman, og hvað Henningsen og Kolfinnu varðaði, þá var almannarómur þegar búinn að trúlofa þau, og menn biðu þess að lýst yrði með þeim í kirkjunni. En einn sunnudaginn vantar Kolfinnu í hópinn, og ekki að orðlengja það; hún sést ekki ríða út oftar á þessu sumri. Hvað hafði nú gerst? Og þorpið varð allt að augum og eyrum. Það lá beinast við að athuga Henningsen, því hann var alltaf til sýnis, ef svo mætti segja, í apóteki sínu. Að vísu var hann oft á bak við, en stundum stóð hann við diskinn og spjallaði við þá sem í búðina komu, einkum bændur. Hann talaði sérkennilegt og hljómmikið tungumál; heilsaði Brandi hreppstjóra til að mynda með því að segja — Góðan dagin Gúðbranda mín — Af látbragði hans varð ekki mikið ráðið um ástandið í einkalífinu. Hann var brosmildur maður og ljúfur, sem virtist sjaldan skipta skapi. Þó átti hann það til að vera svolítið snöggur upp á lagið þegar bændur voru TMM 1992:2 33 L
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.