Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Síða 41

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Síða 41
Ástráður Eysteinsson Um formgerð og frásögn Önnur sýn á skáldsagnagerð síðastliðins áratugar í þessari grein er litið yfir skáldsagnagerð síðastliðins áratugar og fjallað um „skapandi endurmaf ýmissa höfunda á þeirri formgerðarbyltingu módernismans sem varð fyrir aldarfjórðungi. Leidd eru rök að þvíað flestar veigamestu skáldsögur síðustu ára búi yfir myndrænum og Ijóðrænum tjáningarhætti og vitni því ekki um „afturhvarf til frásagnarinnar“, eins og haldið hefur verið fram í greinum hér í tímaritinu að undanförnu. Mestu umskipti og jafnframt mesta blóma- skeið í sögu íslenskrar skáldsagnagerðar áttu sér stað frá miðjum sjöunda áratugnum og fram á miðjan þann áttunda. Með „skeiði" er hér ekki átt við bókmenntaþróun í ljósi einstaklingsframtaks, eins og hins ævintýralega ferils Halldórs Laxness. Þetta var umrót sem allmargir höfundar áttu þátt í, hver með sínum hætti, þótt í þessu tilfelli megi um helstu umbrotin fjalla sem birting- armynd módemisma eða formgerðarupp- reisnar í skáldsögunni.1 Ein skýring á þessu frjósama róti kann raunar að vera sú að hópur höfunda lét ögrast af afrekum Halldórs Laxness og tók að flytja mörk skáldsögunnar út fyrir at- hafnasvið hans. Fyrst og fremst voru þessir höfundar þó að bylta þeirri raunsæilegu frásagnarhefð sem enn réð lögum í íslenskri skáldsagnagerð þótt hún væri farin að tréna innan frá. Á umræddu tímabili komu út verk eftir Steinar Sigurjónsson, Thor Vil- hjálmsson, Svövu Jakobsdóttur, Þorstein frá Hamri, Jakobínu Sigurðardóttur og Guðberg Bergsson sem breyttu sköpulagi íslensku skáldsögunnar.' Með Kristnihaldi undir Jökli (1968) tók Halldór Laxness raunar sjálfur þátt í þessum umsvifum, sem birtust í nýsköpun í frásögn, tíma, persónu- sköpun, veruleikamynd og málheimi skáld- sögunnar. Það er nú að koma æ betur í ljós að viðhorf til þessarar nýsköpunar hefur gagn- ger áhrif á mat manna á þróun íslenskrar skáldsagnagerðar á þeim liðlega fimmtán árum sem eru að baki síðan dró úr umbrot- um módernismans. Þetta má meðal annars ráða af tveimur nýlegum greinum eftir þá Halldór Guðmundsson og Gísla Sigurðsson í Tímariti Máls og menningar. Þeir eru í TMM 1992:2 39
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.