Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Page 54
— Til útlanda? Af hverju?
— Ég segi þér það seinna. En ég verð að fara. Ég verð. Röddin var
lág og svolítið hás.
— En hvenær? Hvert?
— í fyrramálið. Hún opnaði augun og deplaði þeim, greip svo eftir
sígarettupakka í vasanum á treyjunni sinni og kveikti sér í á höfði
engilsins. Það var skrýtinn einbeitnisvipur á andlitinu, næstum skelfing-
arsvipur. — Vélin fer sjö, sagði hún. Hún blés frá sér stóru reykskýi og
eitt andartak sýndist honum mynd hennar skjálfa á bak við bláa reykjar-
móðuna eins og hún væri andi, sem hefði stigið upp úr töfraglasi.
— Eitthvað að? vogaði hann sér að spyrja.
— Neei. Og þó — kannske. Jú, jú, það er allt í flækju. En það verður
í lagi þegar ég er komin út. Það er bara eitt.. .
— Eitt hvað?
— Ég er blönk, á ekkert nema farmiðann. Ég ætlaði að vita hvort þú
vildir lána mér pening? Hún drap í hálfreyktri sígarettunni á skrautmál-
aða diskinum hans á borðinu og það ískraði í glerungnum meðan hún
hamaðist á glóðarkornunum, sem höfðu þotið út um allt eins og eldhnettir
frá sprunginni sól.
— En það er nótt. Ég get ekki náð í neina peninga. Ég hef svo lítið
héma.
— Ég þarf ekki mikið, sko. Bara til þess að skrimta í tvo daga. Þá fer
ég til Ítalíu og hitti vin minn. Hann lofar að það bíði miði hjá Alitalia í
London á föstudag, og þá verð ég með allt á hreinu. Þá get ég borgað þér
aftur. Sko, ég sver ...
— En ég veit ekki hvað ég á ...
— Það verður alveg nóg, engin vandræði. Hún brosti. — Ég vissi að
þú mundir gera það. Þessi skrýtni einbeitnisvipur var horfinn og augun
í henni sögðu honum að hún vissi að hún hafði unnið sigur. — Ég skrifa
þér svo og segi þér frá öllu. Er ég ekki voðaleg að biðja þig um þetta?
— Ha, nei, nei, ansaði hann og heyrði þó varla hvað hún sagði. Hann
var satt að segja enn annars hugar út af þessari óvæntu heimsókn og nú
þessu erindi hennar. Jú, hann átti peninga — tuttugu og tvö þúsund og
fjörutíu krónur, sem lágu vendilega taldar í umslagi uppi á homhillunni,
þar sem engillinn hafði verið. Reyndar hafði hann staðið ofan á umslag-
52
TMM 1992:2
*