Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Page 56

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Page 56
— í haust. Þú vissir að ég fór í ferðalag eftir að ég hætti héma á heimilinu? Hún hætti að skoða sig í speglinum og horfði snöggt á hann. — Nei, þú veist það ekki, ég sagði þér það víst aldrei. — Ég hélt að þú hefðir ætlað að læra eitthvað? — Já, ég sagðist ætla að verða snyrtisérfræðingur, bara til að stríða stelpunum héma og gera þær öfundsjúkar. Þeim fannst það svo merkilegt að það var eins og ég væri að fara í einhvem háskóla. Hún yppti öxlum og setti stút á munninn. — En það var ekki nema námskeið. Ég sótti um að fara á snyrtivörunámskeið í París — bara af því að mig langaði til Parísar. Umboðið borgaði ferðirnar og tíu daga á gistiheimili, svo þetta var upplagt tækifæri, og þeir gleyptu við mér. En síðan átti ég víst að selja þetta gums þeirra þegar ég kæmi heim og það datt mér sko ekki í hug að gera. Ég stakk líka af eftir tvo daga í París. Maður gerði ekki annað en að klessa meiki og hárlit í feitar kellingar sem voru að verða sköllóttar. — Og fórstu — fórstu þá til Ítalíu? — Nei, nei, ekki strax. Auðvitað gat ég ekki farið á gistiheimilið eftir að ég strauk. Ég gekk bara um og hugsaði um hvað ég ætti að gera, því ég hafði svo litla peninga og var hrædd um að ég yrði að liggja úti. Og þá var eins og því væri hvíslað að mér að fá mér vinnu á einhverjum veitingastað — við uppvask. Það gerir fólk að minnsta kosti í bíómynd- um. Bregst aldrei. Hún brosti en hann varð of seinn að brosa á móti, því hann var að hugsa um hve mikið af þessu væri satt, hvort nokkuð af því væri satt... — Og það vildi svo til að einmitt á sama augnabliki var ég stödd framan við dyrnar á hóteli sem hét Roi og eitthvað meira. Ég labbaði inn og gekk um allt að reyna að finna kokk. Loks sá ég mann í lobbíinu í bleikum silkijakka og hélt að hann mundi vera eigandinn eða eitthvað svoleiðis. En hann var þá bara gestur. Hann skildi strax hvað um var að vera og fór að skellihlæja. Þjónninn kom og byrjaði að ybba sig, en hann sagði honum að hafa sig hægan, ég væri vinkona sín. Hann var með borð í veitingasalnum með tveimur gömlum körlum og bauð mér að setjast hjá þeim og auðvitað hugsaði ég mig ekki um tvisvar. Ég sá líka að þetta var hundrað prósent strákur. Hann var svo flott klæddur (bleiki jakkinn var nefnilega smókingjakki) og svo var hann með gullsígarettukveikjara og með stóra gullkeðju um úlnliðinn. — Þessi er sko ókey, hugsaði ég. — Var það hann? 54 TMM 1992:2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.