Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Síða 68
veginn kringlóttum kjömum. I þeim neðstu
eru fremur regluleg stjörnutákn. I efsta
kjamanum eru augu og munnur. Þetta er
höfuðið: það fer ekki á milli mála. Frá því
liggur straumur þráða sem gæti verið mikið
hár sem fossar af höfuðskelinni. Þá skulum
við slá því föstu að hér sitji kvenvera eða
öllu heldur tákn fyrir hana undir vissum
kringumstæðum. Andspænis henni er þá
karlvera, sem þráir eflaust að eins fari þegar
þau hittast og í listasögunni eða verunum á
mynd Peters Behrens.
Stjörnumar í kjarnanum eiga eflaust að
tákna geirvörtur á brjóstum. Með því að
þær em margar geta þær varla verið á rétt
skapaðri konu heldur á til að mynda tík í
kynjasögu. í þeim eiga tíkurnar það til að
vera með mannshöfuð. Þó er algengara að
menn séu með tíkarhöfuð í höggmyndalist
Forn-Egypta, hliðstæður er hægt að finna í
höggmyndum gotneska stflsins á miðöld-
um. Það rennir stoðum undir þessa skoðun
að aftan úr verunni lafir skott. En með því
að það vex ekki beinh'nis úr rassinum eða
þar sem rófubeinið er á mönnum og dýrum,
og vegna skrautsins á því sem lafir, gæti
þetta alveg eins verið ormur. Kannski högg-
ormur?
Með þessu móti verður myndin margræð.
Hún er ekki öll þar sem hún „er séð“.
Fram úr síða hárinu, út frá orminum eða
skottinu stendur læri, kvenmannslæri, svo
hér sjáum við algeng tákn fyrir konu. Af
öllu þessu er auðsætt að táknið er margþætt,
hált eins og ormur eða áll og jafn lævíst og
tófan.
Er þetta einhvers konar tófa?
Myndbreytingar konunnar, það hvemig
skáld eða málarar af karlkyni færa kvenver-
ur í dulbúning í hugmyndaheimi sínurn, eru
dálítið öðruvísi en myndbreytingar hans
sjálfs. I myndinni hér er vikið frá venju og
hefð með því að þríhymingsveran er t.d.
ekki tákn fyrir ref. Atburðurinn er ekki
viðureign refs og tófu. Góðu heilli fyrir
ímyndunaraflið og sköpunargáfu augnanna
í okkur verður skýringin ekki fundin með
því að segja að myndefnið sé hliðstæða við
dæmisögu. Myndin gengurþess vegna ekki
upp á augabragði.
Við getum þar af leiðandi gert það að
gamni okkar að „spá í hana“, „fínna út úr
henni“, „gera okkur hana í hugarlund“ og
geta okkur til um hvað hafi „vakað fyrir
málaranum“ þegar hann gerði hana, ef það
hefur verið annað en það eitt, sem er háttur
myndlistarmanna, að láta visku handarinn-
Behrens: Kossinn. Veggspjald fyrir Ein
Dokument Deutscher Kunst (1901).
Litografía á pappír í Hessisches
Landesmuseum í Darmstadt.
66
TMM 1992:2
Á