Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Side 70

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Side 70
Um leið og við hugsum svona, andlega upphafin, hugsum við sem svo: myndin er eftir íslenskan listmálara og við teljum víst að hann hafí lært hjá Braga Ásgeirssyni og drukkið skoðanir hans með grafíkmjólk- inni. Bragi hefur einmitt þessa skoðun á karlmanninum í nýlegri grein um myndlist í Morgunblaðinu. Þar segir: Sæmundur Valdimarsson hefur margt að segja okkur í verkum sínum, og hann hefur þá sönnu og upprunalegu kennd mótunar- listamannsins, að hrífast meira af fjöl- breyttum og mjúkum formum kvenlíkam- ans, en hinum harða og flatarmálslega stranga líkama karlpeningsins."2 Lausnin er fundin: Listamaðurinn hefur lært hjá Braga! Sláum þessu föstu og botn í hugleiðingar okkar. En — hver skollinn! — ef við förum lengra inn á svið myndarinnar sjáum við sjálfstæði væntanlegs nemanda. Svo vitum við líka, vegna þekkingar okk- ar á íslenskri myndlist, að í henni hafa íslenskar konur verið jafnvel meira fyrir ströng form en karlmenn, svo sem Eyborg Guðmundsdóttir og Ásgerður Ester Búa- dóttir. Þetta gerir talsvert strik í reikninginn við að reikna út innihald og uppruna myndefn- isins. Við höldum samt áfram: að baki karl- táknanna er talsvert reglulegur formheimur og hann er ekki jafn reglulegur og form- heimurinn að baki mýktarinnar. Vegna blindu tilfinninga sinna getur karltáknið lokað augunum og látið sem eðli þess sjái ekki. Táknið getur líka ratað af eðlishvöt á formin sem það hefur leitað til frá upphafi vega, svo það geti leyst sig upp í mýkt ölduhafsins. Formin sem bíða karltáknsins eru með opin augu og án augnaloka. Þetta eru augu náttúrunnar og lokast aldrei en hafa samt þann hæfileika að láta lífið fara stundum fram hjá sjóninni svo það geti haft sinn gang. Einmitt það sama er að segja um þessa mynd. Við þykjumst skilja hana, við ráðum í hana að einhverju leyti, en þótt við leituð- um með leiðsögumanni á sviði listanna um vegi hennar og rýndum í allar þær dæmisögur sem hafa verið skrifaðar um tvfleik tófu og rebba, manns og konu, og ímynduðum okkur að málarinn hafi lesið þær og síðan lúrði efnið í undirvitund hans og eigin reynslu, þá yrðum við í rauninni engu bættari, bara örlítið fróðari eða leikn- ari í huganum. Og þótt við rýndum í lífsviðhorf málarans eða í sálarlíf hans með aðstoð sálfræðinga mundi aðeins lítið bætast við sem varðaði listina. Eftir langar setur fyrir framan sófann, með augun á myndinni og hugann í gangi, hefur okkur skilist af þessari einu mynd sem við eigum í stofu, að það að hafa hæfi- leika til að taka við myndefni eins og það er í formgerð sinni og litum er svipað því að maður geti þegið síendurtekið hTið, jafn- vel það daglega og hversdagslega, í sinni ólíku mynd, eftir því hvemig hugur eða aðstæður hvers og eins snúa við því. Og það er ekki svo lítið. Að geta haft hlut fyrir augunum á hverj- um degi án þess að vera sífellt að brjóta heilann um hann er að geta umgengist heiminn á eðlilegan hátt. Það að láta sér ekki alltaf nægja það sem maður sér, heldur vilja rýna í innihald þess með heilabrotum, er að auðgast af einhverju sem er frá öðmm komið og auðugt fyrir. Von okkar er sú, að þetta verði þannig áfram hjá okkur með 68 TMM 1992:2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.