Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Síða 73
málið, verður að láta sér lynda að bíða allt
kvöldið og stundum langt fram á nótt eftir
að sögumanninum þóknist að Ijúka sögu
sinni.
Ég sagði að söguþjóðin væri afturhalds-
söm, að hún nærðist á endurtekningunni og
þyldi engar breytingar. Þetta hefur komið
skýrt fram í þróun íslenskra bókmennta
undanfama þrjá áratugi. A sjöunda áratugn-
um og að einhverju leyti þeim áttunda risu
rithöfundar eins og Guðbergur Bergsson,
Thor Vilhjálmsson, Steinar Sigurjónsson
og Einar Guðmundsson upp gegn sögu-
hefðinni. Þeir leyfðu sér að semja „sögur“
sem þjóðinni fannst hvorki hnyttnar né
skemmtilegar heldur beinlínis kolruglaðar
og í þokkabót ógeðslegar. En sá hlær best
sem síðast hlær. Undanfarinn áratug hafa
sumir vinsælustu rithöfundar þjóðarinnar
verið með stórar stefnuyfirlýsingar um að
nú mætti aftur fara að segja sögur. Alveg
nýverið skrifaði Einar Már Guðmundsson
meira að segja langloku í Lesbók Moggans
um dogmatisma og bókstafstrúarmenn sem
hafi bannað að segja sögur. Ég sá þessi skrif
af tilviljun og gat ekki skilið þau öðruvísi
en svo að það hafi verið eitthvert samband
milli „forsjárhyggjunnar í austri“ og niður-
rifsmannanna sem á sínum tíma neituðu að
skrifa almennilegar sögur. Þetta er reyndar
skoðun sem Mogginn hefur alltaf haldið
stíft fram enda er hann „blað allra lands-
manna“ og þykist sverð og skjöldur sögu-
þjóðarinnar. Og svo koma hinir „ungu
karlgagnrýnendur“ þjóðarinnar og skrifa
greinar sem heita „Frá formi til frásagnar".
Þeir lepja allt upp eftir hinum „ungu karl-
rithöfundum" gagnrýnislaust og trúa því
sjálfir að „nýr kafli“ sé að hefjast í bók-
menntasögu þjóðarinnar.
Auðvitað er það söguþjóðin sem hefur
sigrað. Hún vill „fá sinn galdur“ aftur, hún
vill „sitja áfram og hlusta“. Það eina sem
hefur gerst er að rithöfundamir em famir að
skrifa fyrir söguþjóðina og þar með mark-
aðinn. Það er engin tilviljun að útgáfustjóri
stærsta og kannski eina alvöm bókaútgáfu-
fyrirtækis landsins skrifaði fagnaðarerindi
í TMM ekki alls fyrir löngu undir titlinum
„Sagan blífur".
Það má skjóta því hér að, til að nefna
sögulega hliðstæðu, að krafa rithöfundanna
um að mega aftur segja sögur kom upp á
svipuðum tíma og „nýja málverkið“ í Vest-
ur-Þýskalandi. Ég vil ekki gera lítið úr þeim
fersku vindum sem blésu í kringum nýja
málverkið. En það leið ekki á löngu þangað
til fór að leggja af því fúlan fnyk. Það
byggðist eingöngu á tilfmningahita og
augnabliksákafa. Það var á móti konsept-
list, mínimalisma, formtilraunum og al-
þjóðahyggju. Það heimtaði algleymi en
ekki yfirvegun og seldist grimmt í eitt til tvö
ár. Það er engin tilviljun að Tolli Mortens
og Einar Már Guðmundsson skuli nú vera
farnir að vinna saman. Hinar þjóðlegu sög-
ur Einars og hin þjóðlegu málverk Tolla eru
tvær hliðar á sama peningi.
Nú gæti einhver skilið orð mín svo að ég
En ég vil vara við því við-
horfi sem kemur fram í grein
Gísla Sigurðssonar, að bók-
menntir eigi að vera skemmti-
legar og hnyttnar, að þœr
eigi að vera með húmor og
vel skrifaðar og það sé allt
og sumt.
L
TMM 1992:2
71