Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Page 83
brott í fylgd fugla. Lítið bam liggur í gröf
sinni og fylgist með mannaferðum ofan
jarðar. Ungur maður lætur græða á sig
hreindýrshorn og nýtur félagsskapar besta
vinar síns, drykkfellds hrúts. Munaðarlaus
móri fhugar að ryksuga fyrir heimilisfólk
sem leiðist verkið.
Þetta eru aðeins nokkrar persónur verks
sem býr að hlýju og innileika, en þeir eigin-
leikar eru lítt áberandi í fyrri prósaverkum
Gyrðis. Þar hætti höfundi til að aga texta
sinn svo mjög, að öðru hvoru hljóp í hann
kuldi. Frásögnin vaknaði um leið ekki til
þess stemmningsríka en þó hófstillta lífs
sem henni virtist ætlað.
í hinu nýja verki verður hvergi vart til-
finningalegrar fjarlægðar höfundar frá
söguefni sínu. Verkið er ríkt af tilfinningu,
sem er mjúklega sveigð til þjónustu við
fagurfræði textans. Ur þessu samspili er
unnið af gáfu sem ég fæ ekki skilgreint
öðruvísi en sem ofurnæmi viðkomandi
listamanns. Texti hans býr víða að fíngerðri
fágun sem sjaldgæft er að rekast á í
skáldskap svo ungs manns:
Tvo hesta kvöldsvæfa dreymir við
vegarbrún nætursvarta, dreymir grænar
morgunengjar í Wales, og svani að
fljúga að blýgráu fjalli. (29)
Þessi tilvitnun er hluti af lengri texta. En
hún gæti ein sér staðið á prenti sem
skólabókardæmi um það hvemig nákvæmt
orðaval, orðskipan og hrynjandi skapa
fullkomna myndræna og lýríska fegurð.
Um leið er þetta eitt megineinkenni á verki
Gyrðis. Það er slíkur skáldskapur sem
minnir kröftuglega á þann rétt listarinnar að
vera til listarinnar vegna.
En þegar Gyrðir sendi frá sér þetta besta
prósaverk sitt var eins og flestum stæði á
sama. Það var líkt og allt hefði þegar verið
sagt og engin ósögð orð eftir til að lofa það
eina skáldverk þessarar vertíðar sem var án
smíðagalla.
***
Þegar þú þarft að koma draumi í kring farðu
þá ekki að sofa heldur út að labba og hoppaðu
með hundrað skrefa millibili uppí loft.
Kristín Omarsdóttir:
Einu sinni sögur
Það má finna sitthvað líkt með ævintýrinu
og sögum Gyrðis Elíassonar í Heykvísl og
gúmmískóm og þessi líkindi eru einnig
áberandi í örsögum Kristínar Ómarsdóttur,
Einu sinni sögum, sem margar hverjar hefj-
ast á orðunum „Einu sinni var . . töfra-
orðunum sem böm setja gjaman í sögur
sínar.
„Einu sinni var maður sem fór út að labba
og svo kom bíll og keyrði á hann og hann
dó og svo er sagan búin,“ segir bamið og
hinum fullorðnu hnykkir við hvemig því
harmræna er lýst úr tilfinningalegri fjar-
lægð eins og því sjálfsagða.
Þetta er ekki ósvipað aðferð Kristínar.
Hún einbeitir sér að vísu ekki að hinu harm-
ræna heldur því óvænta og ævintýralega og
lýsir því á hversdagsmáli eins og á ferðinni
séu sjálfsagðir atburðir:
Einu sinni var stelpa. Hún var með ást-
arloga á höfðinu. Hann leit út eins og
kertaljós en bara fáir gátu séð hann. Hún
ætlaði að giftast þeim sem gæti slökkt
logann. Svo hitti hún mjög hávaxinn
mann sem beygði sig yfir hausinn á
henni og blés eins og hann ætti eins árs
afmæli... (147).
TMM 1992:2
81