Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Síða 98

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Síða 98
Ritdómar „Orðin mátturinn orðin máttur- inn ...“ Vigdís Grímsdóttir. Lendarelskhugans. Iðunn 1991. 124 bls. Ég elskaði ljóð sem ég hafði aldrei heyrt elskaði blóm á pilsum kvenna sat á tröppunum og var þögul óttaðist að trufla trylltan dansinn galdur ljóðsins Ljóðabálkur VigdísarGrímsdóttur Le/tríareM- hugans á rætur sínar í söguljóðahefð 19. aldar- kvenna. Hann er þula nútímakonunnar en um leið er hann þula allra þeirra kvenna sem hafa verið, eru og munu verða uppi. Það er ekki laust við að fyrri hluti hans minni þó mest á magnaða særingarstefnu; nokkurskonar ástargaldur þar sem kraftur og máttur orðsins er virkjaður. Hann er særing, söngur, seiður. Formið er í anda ljóðsins en í raun er eðlilegra að líta á textann sem nokkurskonar ljóðsögu. Sagan er nokkuð sérstök í byggingu. Hún er ein samfelld heild, einn heilsteyptur bálkur upp á 124 síður. Engin kaflaskipti eru í bálknum og þó að greina megi vendipunkta innan hans þá er textinn það sam- fléttaður að tæpast er hægt að ætla sér að sund- urgreina bálkinn. Það væri eins og að „trufla dansinn, galdur ljóðsins“. Máttur galdursins felstíeinhverjumónefnanlegum heildartöfrum. Sé verkið hlutað í sundur óttast maður að rjúfa seiðinn. En í hverju felst svo þessi galdur? Myndmál textans er oftast ekki mjög nýstárlegt. Margar myndanna eru mjög áhrifamiklar eins og „. . . blómin / sem öskra / á svellfægðum ísnurn / við veröndina / hlæja í ljóði". Eins eru sumar þeirra mjög skemmtilegar, t.d. skáldkonan „sem situr við borð mitt / og tálgar orðirí1. Fæstar mynd- anna sitja þó í manni heldur gleymast að lestri loknum. Málfarið er yfirleitt einfalt og mikið er um notkun allra regnbogans lita: blá sól, rauð nótt, grænir logar, silfraðir steinar, gulur snjór, gullfextur hestur. Einnig er nokkuð um notkun vísana en þær eru flestar mjög hefðbundnar og þjóna því þeim tilgangi að undirstrika tímaleysi og seiðmagn textans. Við fyrstu sýn virðist því sem ljóðsagan sé langt í frá að vera mjög frumleg. En þarf það endilega að vera ljóður á henni? Máttur hennar er fólginn í einhverju allt öðru en frumleika. Það er frekar hrynjandi orðanna og merking þeirra sem verkar á mann. Orðin læsa sig um huga manns. Þau eru hvíslið, söngurinn, seiður- inn. Þau eru iðandi og þögul. Þau glitra, loga, glampa. Þau ná yfir allt. Það breytir öllu að nema þau. 96 TMM 1992:2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.