Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Page 107

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Page 107
verið eða ætti að vera. Þegar skilist er við Jón Edilonsson á miðjum aldri í sögulok, liggur hreint ekki ljóst fyrir hvort hann er sá sem hann er eða hinn sem hann er ekki. „Hvort er ég heldur hann, sem eftir lifir, / eða hinn, sem dó?“ spyr Steinn Steinarr á einum stað. Og í öðru ljóði segir hann: „Til ekki neins þín eftirspum er gjörð, / það andlit finnst ei meir, sem var þú sjálfúr." Spillvirkjar orðar semsé sígildar spumingar, en með alnýjum og ákaflega eftirminnilegum hætti. Sigurður A. Magnússon Hið skjálfandi samhengi Bragi Ólafsson. Ansjósur. Forlagið 1991.45 bls. Bragi Ólafsson er heimsfrægur Sykurmoli. Hann stendur stilltur á sviðinu bak við bylgj- andi og höggvandi hreyfingar Bjarkarog Einars Arnar, slær strengi sína fimlega undir kvak þeirra, horfir á æstan aðdáendahópinn og lyftir brúnum og munnvikum í einu þannig að and- litið fær á sig sérkennilegan undrunar- og gleði- svip. Lífið er skrítið og skemmtilegt. Bragi er líka skáld eins og lesendur þessa tímarits vita, og í ljóðum hans hefur frá upphafi verið sama blanda undrunar og kæti og í svip hans, en líka myrkari drættir. Hann gaf út aðra ljóðabók sína fyrir síðustu jól, Ansjósur, og byijar á að yrkja um ljóðlistina: Hún flytur með sér ilm inn í strætisvagninn (lesist: hin bóklærða tilvist: erl.fragrance). Bílstjórinn er fyrstur til að ftnna hvaða smyrsl hún hefur borið á sig. Hann þekkir ekki tegundina en hver með leyfi þekkir slíkt ómælisdjúp sem hún er þessi stelpa! Hún færist innar í vagninn og ferðin er hafin og ilmurinn finnur sér sæti hjá hveijum og einum. Ljóðið heitir „Smyrsl“ (7) og ber mörg einkenni ljóða Braga, myndin er einföld og skýr en þó djúp, stíllinn áreynslulaus, hlýr og fyndinn. Ljóðin iAnsjósum eru um margvísleg efni, en tvennt einkennir hana sérstaklega. Annað eru mannlýsingar. Bókin er krökk af athyglisverðu fólki, og má sem dæmi nefna manninn í „Vopnaburði" (13), „einn af þeim óskiljanlegu mönnum / sem í vinnu sinni / eru mynd sann- gimi og flekklausrar hugsunar / en í frítíma sínum andlitslausar skepnur“, manninn með skap á við meðalstóra hlöðu („Að loknu sumri“, 16), húsvörðinn í höllinni í Telc („Svefn", 34), og auðvitað sögumann sjálfan sem sýnir á sér æ fleiri hliðar eftir því sem líður á bókina. Hitt eru útlönd. Upplifanir verða margar ein- kennilegar á tónleikaferðum með rokkhljóm- sveit erlendis, og Bragi vefur þær inn í skáldskap sinn þannig að stundum verða þær bæði nýstárlegar og kunnuglegar fyrir okkar sigldu landa. Hver kannast ekki við að hafa verið einn á ferð um nótt í útlendri borg og hræddur: Smáfuglshjartað mitt. Ferð þín í leigubílnum er hröð og umkringd húsum. Þessi voðalega nótt hefur myrt allt fólkið sem þú þekkir og tifið í gjaldmælinum er falskt og útlent. Þú átt góða daga í vændum smáfuglshjartað mitt. Þetta voru „Góðir dagar“ (19). Víðar má finna kvíða fyrir hinu óþekkta og jafnvel óhugnað, eins og í „Hótellykli sjöundu hæðar“ (43) þar sem fortíðin er þurrkuð út, „eina sem ég hef með mér / að handan / eru minningar um móttökuna niðri“. Þegar nútíðin ein er eftir er ekkert skref í dauðann. Bragi var svo heppinn að ná strax persónu- legum tóni í ljóð sín. Hann spjallar við lesanda sinn, eins og í trúnaði, lætur eins og hann segi TMM 1992:2 105
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.