Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Side 110

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Side 110
um hans gerir hvort tveggja að bækurnar fá á yfirborðinu persónulegri svip, sem er styrktur í ljóðunum af stöðugu égi (ég er reyndar sígildur ljóðmælandi) og að grafa undan sömu nálægð- artilfinningu, því það er alltaf nýr og nýr Sjón sem valsar um: ég er annar og annar og annar. Hann kemur til bókanna eins og hann er klædd- ur í það og það sinnið, bækumar spegla viðkom- andi persónuleika (fötin skapa manninn, sem skapar skáldskapinn); kannski má segja að því leyti að skýin séu persónuleg, þau sýna þá per- sónu sem Sjón gefur sér á útgáfudegi og hún er líka sögupersóna. Einlægnin er með þessu upp- gufuð, í mesta lagi óþéttur skýhnoðri á fölgræn- um himni. Himnafesting Bókin bleika og gula hefur mjög þétta bygg- ingu. Hún er tvírömmuð inn af Sjóni sjálfum: myndum af honum fremst og aftast, og sjálfs- lýsingum (sögupersónu hans) í fyrsta og aftasta ljóði. Þriðji ramminn er Jónas Hallgrímsson og lóan. Ljóðin sjálf eru hvert fyrir sig römmuð inn af titli sem er innan sviga og ljóðin kallast á innan bókarinnar, titill á einu ljóði er ljóðlína í öðru og öfugt: skuggi frá einu ljóði fer um bókina ljóð af ljóði: (ferja) [. .. ] skugginn af höfði mínu fer um salinn andlit af andliti [... ] (og farþegi) (11) Annað ljóð heitir svo „(andlit)(af andliti)“ (33), og ljóðlínan „ferja og farþegi“ kemur fyrir í því þriðja, „(mig dreymir)(mig dreymdi)" (37) sem aftur tengist öðru ljóði og þannig tókst mér að fikra mig áfram eins og línudansari milli meira en helmings ljóða bókarinnar. Bókin er lesin frá andliti Sjóns (sem dreymir) að andliti hans aft- ur. Vefnaðurinn er þéttur og mjög óreglulegur og ég villtist vandlega í völundarhúsi þessara vísbendinga og kastaðist fram og til baka eins og bjúgverpill. Það má segja að ég hafi alveg misst stjórn á þessari bók. Nótt sítrónunnar hjálpaði mér nokkuð í þessum ógöngum, auk þess sem hún var mikil stoð og stytta við mat á ljóðunum sjálfum. Sjón tekur hana að mestu upp hér og endurbætir og sleppir því sem betur mátti fara. Smáatriði eins og breyting úr „frá andliti til andlitis“ í „andlit af andliti“ gera ótrúlega mikið og margar slíkar slípanir hafa styrkt heildarsvip bókarinnar, auk þess að bæta ljóðin sjálf. Ég man ekki eitthvað um skýin er góð bók, bæði sem sjálfstæð heild og séð með hliðsjón af fyrri verkum Sjóns, ljóðin eru mikið unnin og þétt í byggingu, sem veldur því að það sem virðist einföld mynd vindur ofan af sér við hvem lestur og afhjúpar sífellt fleiri tilbrigði við sjálfa sig og myndar að lokum lítinn heim, og lesandinn er skyndilega staddur í hjarta þess heims. Gott dæmi um þetta er ljóðið „(café selsíus)" þar sem segir meðal annars: einhver á afmæli til dæmis maðurinn á næsta borði hann treður því sem hann elskar í pípuna sína tendrar með agnarsmáu hjarta Ljóðin eru mun formrænni en fyrri ljóð Sjóns — t.d. má vísa í formbreytingar frá nótt sítrón- unnar — römmuð inn af titlunum innan svig- anna, stjörnur aðgreina þau í þætti og tvípunktar leggja áherslur á stöku stað. Textinn er sjálfur meitlaðri en oftast áður í ljóðum Sjóns, slípaðri og einfaldari; og ekki að tala um fágun hér. Einstaka setningar, myndir og myndbrot fá að njóta sín betur afmarkaðar milli stjarna heldur en á floti í miðjum textum, ég tek aftur dæmi úr „(café selsíus)"2 (29): á hjóli og í stuttbuxum nærsýnin stytti leiðina niður á strönd Það er þessi formræna heild sem minnir á skáld- sögur Sjóns fremur en eldri ljóð hans, þessi kóngulóarvefur tákna sem vísa hvert í annað og 108 TMM 1992:2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.