Gripla - 20.12.2007, Blaðsíða 28
GRIPLA26
‘g’: ‘fognvdur’ 1v24-25. Yfir ‘m’ stendur það fyrir en í ‘amen’ 1v15 og yfir ‘n’
fyrir en í ‘penninga’ 1r5, ‘penníngar’ 2r6. Yfir ‘p’ stendur það fyrir er í ‘pred-
ikan’ 1r1, ‘predikadi’ 1r16, ‘pre˙turinn’ 1v18–19, 1v23; fyrir ysku í ‘Byskup-
en’ 1r11, 1r24, yfir ‘s’ fyrir em í ‘sem’ 1r3, 1r9, 1v24, 2r8, 2r12, 2r13, 2r22, 2v6.
Fleirtala af orðinu maðr í nf. og þf. er skrifuð ‘m’ með striki yfir, sjá
‘menn’ 1r2, 1v11, 2r13.
Depill er settur yfir samhljóða til tvöföldunar, einkum yfir ‘n’, sjá t. d. 1v1-
3. Einnig er depill settur yfir ‘a’ til aðgreiningar á löngu a og stuttu (/a/ og /á/):
‘â’ 1r19; 2v26; ‘sâl’ 1v4, 1v6; ‘târínn’ 1r14, ‘târum’ 1r18; ‘â uallt’ 1v20, ‘lâgu’
2r26. En einnig stendur límingur (a+a) stöku sinnum fyrir /á/: ‘™’ 1v3, 2v25.
Svo virðist sem strik yfir ‘n’ sé bæði látið tákna tvöföldun samhljóðans og
næsta atkvæði, sjá ‘rennir’ 1r6, ‘finnur’ 1r9, ‘annat’ 1r9,
Orðið með er oftast skrifað ‘m’ og lítið ‘d’ yfir línu, en gamla ed-bandið,
skrifað líkt og ‘z’, kemur einnig fyrir, sjá ‘med’1r11, 1r13, 2v28.
Gamla bandið fyrir rom/rum kemur einu sinni fyrir aftast í línu: ‘od®um’
1v8.
Einna algengustu böndin eru strik sem eru dregin til hægri efst út frá
háleggnum á b, h, k, l og þ: ‘b’ í ‘byskupinn’ 1r6; ‘h’ í öllum föllum af fn. hann
og aukaföllum af hún, einnig í styttingunni fyrir Jesús: ‘jhv’ 1v8; ‘k’ í ‘kirkiv’
1r4 og ‘kirkívnar’ 1r5, einnig í sögninni skulu, t. d. ‘˙kal’ 2r16, ‘˙kulí’ 1r9,
‘˙kulv’ 1v19. Í ‘˙kulvm’ 1r4 lítur út fyrir að strik hafi verið dregið til hægri út
frá háleggnum á ‘k’ og yfir ‘l’ með lykkju upp á við hægra megin við stafinn.
Samskonar strik er dregið út frá háleggnum á ‘h’ og yfir ‘l’ í ‘hlut’ 1v26, en
aftur á móti beint strik í ‘hlut’ 2v9, og beint strik er yfir ‘l’ í ‘˙ynd˙amligum’
2r11-12. ‘þ’ með striki út frá háleggnum til hægri er notað að venjulegum
hætti í kynjum og föllum af ábendingarfornafninu sá: ‘þann’ 2r14, ‘þeim’ 1v7,
1v17, ‘þeir’ 2r1, 2r21, ‘þeirra’ 1r2, 1v16, ‘þeirrí’ 2v11, ‘þat’ 1r14, 1r25, 1v20,
‘þetta’ 2r20.
Einstök kennimerki á rithönd á blöðunum tveimur í 240,XV er strik yfir
miðjan legginn á ‘l’, stundum eilítið hallandi niður á við til vinstri, en verður
að grönnu þverstriki í miðju milli stafa þar sem tvö l koma saman, sjá t. d.
þokkalega skýr dæmi á bl. 1r: ‘siLfur’ 1r3, ‘heLgi’ 1r6, ‘feLaga’, ‘kLædi’ 1r9,
‘freLsa’ 1r12; ‘fulla’ 1r1, ‘uilldu’ 1r3, ‘helldu’ 1r8, ‘allt’ 1r11, ‘fullt’, ‘villdi’
1r12, o.s.frv.3 Ennfremur ‘r’ með grönnum drætti hægra megin og niður fyrir
3 Miðaldaævintýri þýdd úr ensku. Einar G. Pétursson bjó til prentunar. Reykjavík. Stofnun
Árna Magnússonar á Íslandi 1976, xcii–xciii. Stytt hér á eftir ÆvMið og vísað til númers
ævintýra og línu í þeirri útgáfu þar sem við á.