Gripla - 20.12.2007, Blaðsíða 183

Gripla - 20.12.2007, Blaðsíða 183
ANDMÆLARÆÐUR Dulúð — mystik, oft líka nefnd dulhyggja — setur mark sitt á trúarkveð- skap Hallgríms, ekki síst Passíusálmana, og einnig á rit hans í óbundnu máli. Dulúð er út af fyrir sig margrar merkingar. Píslardulúð miðaldanna leitaðist við að lifa sig svo inn í atburði píslarsögunnar að menn fyndu til samlíðunar með Kristi. Mótmælendur snerust gegn þeirri tegund dulúðar. Á lútherskri grund varð til annars konar dulúð sem sótti efnivið í verk dulúðarsinna frá miðöldum og einnig í hugsun Lúthers sjálfs. Með hugsun og orðaforða dul- úðar gátu menn bæði túlkað kenninguna um orð Guðs sem náðarmeðal og um áhrif Guðs orðs á hjörtu fólks. Það leiddi til þeirrar túlkunar að orð Guðs lýsti liðnum atburði sem samtímaatburði, að orð Guðs megnaði að framkvæma það sem það lýsti. Sagnirnar sjá, skoða og horfa skipta miklu máli í því sambandi. Á forsendu dulúðarinnar getur Hallgrímur íhugað atburði píslarsögunnar eins og þátttakandi. Síðan bætist þekking skáldsins á skáldskaparfræðum og aðferðum mælskufræði við og hjálpa skáldinu líka til að beita efnið ákveðnum tökum og sú þekking og hagnýting kallast á við þær guðfræðilegu áherslur sem skáldið vildi koma á framfæri. Hið sama er uppi á teningnum í íhugunarritum Hallgríms. Þar sýnir Hall- grímur að hann hefur góð tök á aðferðum mælskufræðinnar. Hann beitir þeim aðferðum í því skyni að árétta lútherska áherslu á orð Guðs sem náðarmeðal eða tæki heilags anda, sem gerir liðinn atburð hjálpræðissögunnar að sístæð- um, algildum atburði sem gerist líka hér og nú í þeim sem trúir. Hitt atriðið sem mig langar til að minnast á er trúarvissan. Um daga Hall- gríms var það deiluefni milli kirkjudeildanna, þeirrar lúthersku og rómversk- kaþólsku, hvort menn gætu nokkru sinni verið vissir um sáluhjálp sína. Tals- menn rómversk-kaþólsku kirkjunnar, einkum jesúítarnir, töldu að svo væri ekki, menn gætu aldrei verið vissir um hjálpræði sitt. Lútherskir sögðu aftur á móti að menn gætu verið vissir um sáluhjálp sína eins og öll fyrirheit Heil- agrar ritningar segðu fyrir um. Hallgrímur tjáir þessa vissu víða í kveðskap sínum og á því sjáum við að hann talar máli sinnar kirkjudeildar til að sann- færa fólk um að það geti í trúnni verið visst um sáluhjálp sína. 25. sálmurinn er e.t.v. skýrasta dæmið um þetta en þar sér hann fyrir sér móttökurnar á himnum og sér sjálfan sig sem rödd í kór himneskra hirðsveita! Í 34. passíusálmi sem doktorsefni ræðir á bls. 359 mætast þessar áherslur báðar, dulúðin og trúarvissan. Sálmurinn fjallar um fyrsta orð Krists á kross- inum þegar hann biður ofsækjendum sínum líknar. Þar sér skáldið sjálft sig í hópi þeirra sem kvöldu Krist. Eftir þá játningu í 9. versi kemur fullyrðingin í 10. versi að það muni eiga vísa fyrirbæn Krists „því ég er Guðs barn og bróðir þinn, / blessaði Jesús, herra minn, / náð kann mig nú ei bresta.“ Þarna talar 181
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210

x

Gripla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gripla
https://timarit.is/publication/579

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.