Gripla - 20.12.2007, Blaðsíða 42
GRIPLA40
VII – ATHUGASEMDIR
Á þessum blöðum tveimur (240,XV) eru einungis tvö ævintýri heil (nr. 4 og
5). Af nr. 1 vantar upphafið, en það hefur varðveist heilt í AM 624 4to og Sth
Papp 8vo nr. 8 og er prentað eftir þeim í útgáfu Einars G. Péturssonar, ásamt
ensku kvæði sem hefur verið ort af þessari sögu.22 Textinn í 240,XV hefst á
“da” í orðinu “hlyda”, ÆvMið 27.80. Talsverður orðamunur er á textum
240,XV og 624, en Sth8 fylgir þeim á víxl þar sem texti þess er ekki breyttur.
Hér á eftir eru tilgreindir allir leshættir þar sem 624 víkur frá 240,XV (stytt XV
hér fyrir neðan) og frávik í annars óbreyttum texta Sth8:
1r2 þeim XV, Sth8, þær 624. 5 oss2 XV, ÷ 624, Sth8. 6 er23 inn kemur XV, inn
kemr 624, uar jnn komenn Sth8. helgi XV, Sth8, godi 624. 7 er XV, Sth8, sem
624. herfilig XV, Sth8, hrædilig 624. hafdi XV, Sth8, hefdi 624. 8 leiddu XV,
Sth8, leida 624. 9 j XV, Sth8 ; ÷ 624. skyli XV, skylldu 624. 10–11 enn –
ganga XV; ÷ 624. 11 leit XV, + til 624, + til hennar Sth8. 16 flyr XV, flydi
624, flydu Sth8. byskupinn XV, Sth8, byskup 624. 18 nv XV; ÷ 624, Sth8.
festurnar XV, festarnar 624. 19 enn XV; ÷ 624, Sth8. 21 byskupi XV, Sth8,
byskupinum 624. svo talandi XV, talanndi so Sth8, og taladi 624. 22 j XV, ÷
624. 23 guds XV, Sth8, gud- 624. 24 at XV, Sth8; ÷ 624. þviat XV, þui 624,
Sth8. Byskupen XV, byskup 624, Sth8. 25–26 a sía ondum XV, Sth8, asiândum
624. 1v1 burt (ritvilla) XV, kyrt 624, Sth8. 3 lydínn allann XV, allann lydinn
624, lydinn Sth8. 4 hvort XV; + hennar 624, Sth8. 6 sagdi XV, segir 624, Sth8.
7 likam XV, likama 624, Sth8. 8 sidan XV, Sth8; ÷ 624. 10 er XV; ÷ 624. 11
gudi XV, Sth8; ÷ 624. j motí XV, Sth8, af 624. 12 at XV; ÷ 624, Sth8. hefdi XV,
hafi 624, Sth8. 13 skriptaz XV; + og 624. 13–14 og3 – settar XV, Sth8, og af
lata 624. 14 oÙ XV, ÷ 624, Sth8.
Í 624 vantar texta frá 1r10 til 1r11 enn – ganga. Þar hefur skrifari litið í forrit
sitt eftir að hafa skrifað ‘ganga’ (sjá 240,XV lr10) og farið línuvillt og haldið
áfram með texta á eftir ‘ganga’ í næstu línu. Villur af þessi tagi eru talsvert
algengar í handritum og koma að góðum notum við að rekja skyldleika texta.
Í Sth8 er texti í þessum stað breyttur miðað við 240, XV, en þó ekki öllu meira
en annarsstaðar þar sem texti þess er endursaminn. Allt um það bendir texti
Sth8 í þessum stað til að hann sé ekki ættaður frá 624. En af orðamun þeim
22 ÆvMið, xc–xci og 27. ævintýri (bls. 60–80).
23 er: ofaukið í XV.