Gripla - 20.12.2007, Blaðsíða 31
AM 240 FOL XV 29
‘Leita’ 814.56, ‘ˆÌLkíng’ 818.58, ‘híáLm’ 818.63; fjögur dæmi um ‘ll’ með þver-
striki: ‘vill∂e’ 818.59, ‘mælltí. ˆall’ 818.60, ‘heill’ 818.61.
Með hönd H er d. 820.16–17 og 71–73, 821.32–37, d. 823, fimm neðstu
línurnar, og d. 825.40–44. Hjá þessari hönd eru talsvert mörg dæmi um ‘r’ með
aukadrætti, t.d. þessi í d. 820: ‘meira’ 820.16, ‘-are’ og ‘hrí∂’ 820.17, ‘konungr’
820.72, ‘fyrr’ 820.73; ‘L’ kemur fyrir t.d. í ‘ˆioLmenn-’, 820.16, ‘hLuta’ 820.73,
‘Lítít’ 823.73; ‘ll’ með þverstriki eru sæmilega greinileg í þessum dæmum:
‘kaullu∂’ 820.17, ‘aullum’ 820.71, ‘hell∂ur’ 820.73, kalla∂r 823.70.
Enda þótt það sem hér hefur verið talið bendi til skyldleika rithanda í við-
auka Flateyjarbókar við ritvenjur í 240,XV er engin þessara rithanda hin sama
og á þeim blöðum.
IV
Rímnahandritið Kollsbók, Codex Guelferbytanus 42.7 Augusteus quarto,
hafa þrettán menn gripið í að skrifa. Hönd 1 er á bl. 1r–7r14, en hönd 2 á
meginhluta bókarinnr, bl. 7r15–58r23 og 62r–117v, en aðrar hendur eru hér og
hvar inn í milli. Hönd Jóns kolls Oddssonar (hönd 3), sem er frábrugðin öllum
öðrum í bókinni, er á bl. 58r24–61v og 118–125. Hjá öðrum höndum koma
fyrir sömu auðkenni og á rithönd í 240,XV, en engar þeirra virðast þó vera
skrifaðar af ritara þeirra blaða. Algengt hjá hönd 1 er ‘r’ með aukadrætti, t.d.
eru á 2v16 þrjú dæmi: ‘geíra’, ‘Fal˙ar’ og ‘runna’. Hjá hönd 2 kemur ‘L’ og ‘ll’
með þverstriki stöku sinnum fyrir, en þar er ‘L’ oftast með skástriki sem
naumast nær yfir legginn , t.d. ‘hLunna’15v3, ‘Læt’ 15v8, ‘aˆLi∂’ 15v12. Milli
‘ll’ er þverstrik stundum hallandi niður á við til vinstri, en stundum lárétt, sjá
t.d. ‘Jallen’ 48v4, ‘hπll’ 48v30 og ‘πll’ 48v1,31.
Í Kollsbók er hönd 7 (38v9–16, 55r23–32 og 55v24–32) með fleiri ein-
kenni í leturgerð sameiginleg með 240,XV en aðrar hendur í bókinni, enda
þótt áferð skriftarinnar sé allt önnur; ‘r’ með aukadrætti er að heita má einrátt,
sjá t. d. ‘birte’ 38v10, ‘trur’ 38v11, ‘Fer’ 38v13; ‘L’ er skrifað í ‘Bu∂Lung’ 38v9,
‘ˆyLke’ 38v13, ‘hLi∂’ 55r24; ‘ll’ með þverstriki kemur víða fyir, t.d. ‘uill’
55r23, ‘geruoll’ 55r24. ‘ˆíallít’ 55r26.