Gripla - 20.12.2007, Blaðsíða 93
ÞÝÐINGAR GÍSLA BRYNJÚLFSSONAR
5 Útdráttur í einu bindi kom út 1884. Sven Söderberg gaf út fjórða bindið 1901.
6 George og Mary Stephens eignuðust þrjú börn, Ingeborg Stephens (fæðingar- og dánarár
vantar), Joseph (Samuel Frithiof) Stephens (1841-1934) og (Mary Ann) Blanche Stephens
(1842/3-1935). Joseph var verkfræðingur og auðgaðist á járnbrautarframkvæmdum á Ind-
landi. Upplýsingar um systurnar eru frá Meg Johnson, Huseby bruk.
7 Seemann (1927:142) segir að meðal þess fágætasta í safni Stephens hafi verið nokkrar
íslenskar bækur frá 16. öld. Hann áleit að í safninu væru um 15.000 bindi.
8 Í Konunglega bókasafninu í Stokkhólmi eru 12 íslensk handrit úr Huseby-safninu (Huseby
30-39, 61 og 64). Sjá óprentaða handritaskrá Jóns Samsonarsonar í Stofnun Árna Magnús-
sonar. Í Landsbókasafni eru a.m.k. 22 handrit úr eigu George Stephens: Lbs 978, 979, 980,
981, 1272, 1278, 1946, 3067, 3811 4to, Lbs 794, 795, 796, 797, 970 og 2947 8vo. ÍB 87 fol,
ÍB 433, 434, 435, 436, 459 4to og ÍB 472 8vo. Stephens keypti a.m.k. 8 af þessum handritum
á uppboði eftir Finn Magnússon 1857, og einnig 6 af Huseby-handritunum. ÍB-handritin fékk
Bókmenntafélagið á meðan GS var enn á lífi, eflaust að gjöf frá honum. Um Lbs.-handritin er
þetta að segja: Landsbókasafn keypti átta þeirra árið 1903 hjá Herman H. J. Lynge og Søn,
fornbókasala í Kaupmannahöfn (978-981 og 794-797; af þeim eru fjögur árituð af GS, og tvö
áttu sér stað hjá Fornfræðafélaginu í Kaupmannahöfn (Jón Samsonarson 1991:
48-49).
Árið 1851 fluttist George Stephens til Kaupmannahafnar og bjó þar til
dauðadags. Þar var hann fyrst settur lektor í ensku og fornensku (tók við af
Þorleifi Repp, skipaður 1854; prófessor að nafnbót 1855), uns hann lét af
störfum 1893. Á þeim árum fékkst hann einkum við rúnarannsóknir og birtist
meginverk hans, The Old-Northern runic monuments of Scandinavia and Eng-
land, í þremur bindum 1866-1884.5 Þó að mikill fengur þætti að myndefninu,
fékk verkið frekar harða dóma, vegna þess að Stephens lét stundum hugarflug-
ið leiða sig í gönur við túlkun á því efni sem hann fékkst við. Í sögu Kaup-
mannahafnarháskóla segir að ritverk George Stephens séu gríðarlega mörg og
misjöfn að gæðum. Fræðileg verk hans hlutu flest þau örlög að falla í gleymsku;
þau féllu í skuggann af verkum arftaka hans, sem höfðu lært agaðri vinnu-
brögð (Jensen 1979:270-274). Hann hlaut þó margvíslega viðurkenningu í lif-
anda lífi, bæði á Norðurlöndum, Englandi, Skotlandi og Írlandi. Stephens hafði
rómantíska sýn á hin fornu tengsl milli Englands og Norðurlanda, og er út-
gáfan á fornensku predikununum sem hér eru til umfjöllunar dæmi um það.
Ástæðulaust er þó að láta það villa sér sýn um það sem gott er um þá útgáfu.
George Stephens hafði ríka söfnunarnáttúru og dró saman margvíslegt efni
um þær fræðigreinar sem hann fékkst við. Söfn hans voru um skeið varðveitt
á Huseby herragarðinum í Smálöndum, sem Joseph sonur hans keypti 1867.6
Merkast var bókasafnið, en í því voru um 20.000 bækur. Það var á sinni tíð eitt
stærsta einkabókasafn í Svíþjóð.7 Þar var mikið af fágætum bókum, m.a. 46
vögguprent og um 80 handrit (sum íslensk).8 Einnig mörg þúsund bréf og
91