Gripla - 20.12.2007, Blaðsíða 202
GRIPLA
hólmskirkju vetrarlangt og flutt heim í þar til gerðum kassa. hann — land: skrifað á
spássíu. ekkjuna: Nicoline Petrine Thestrup. Tærgesen: Peter T. kaupmaður í
Reykjavík. þó borgunin — lestarrúm: skrifað á spássíu. Kock sjálfan: óvíst við hvern
er átt. Aanensen: Peder A. skipstjóri á póstskipinu. próf. — Pálss[on]: Ólafur Pálsson
dómkirkjuprestur.
Rvík, 16. nóv. 1859.
Ástkæri vin!
Það er ætíð mikill munur og mikið vik milli vina, þegar annar er ungur en hinn
er gamall, en sá gamli getur þó ekki að sér gjört að elska hina yngri sem hann
þekkir að mörgum fullkomlegleikum, og án lengri formála þakka eg þér fyrir
allt elskulegt og bið þig að erfa það ekki við mig að eg er orðinn gamall og
stirður. — Við hjónin erum og orðin mjög heilsutæp og í mörgu falli þreytt á
lífinu; við erum hætt að leika okkur, og vonum að vinir okkar furði sig ekki á
því. En hvað sem þessu líður þá ertu og verður mér ætíð kær. –
Efni bréfs þessa er nú einkanlega að eg eftir umtali seinast, sendi þér
blöðin mín við greftrun Repps sáluga og bið þig ráða því hvört þau eigi að
prentast eður ekki. –
Mér fylgir það að þegar eg les á eftir það sem eg áður hefi skrifað, finnst
mér ekkert eður lítið til þess koma, þótt aðrir hafi látið sér lynda. — Satt að
segja kom þetta svo flatt upp á mig, að eg í mesta fumi og flýti, ef ei þér að
segja, sorglegu æði páraði – svo að penninn var ekki hvíldur — það sem mér
datt fyrst í hug. — Eg hefi í afskriftinni engu breytt — hvörsu mjög sem mig
langaði til þess. — Eg vildi ekki nokkur maður gæti sagt að eg hefði á eftir
viljað bæta úr skák. —
Eg minntist við þig á, að mér hefði dottið í hug að bæta ýmsum athuga-
semdum við eður því sem heimurinn og danskurinn kallar Anekdoter. En
þegar eg hugsaði mig um, áleit eg það ótækt að bæta því við orð prestsins, sem
kastaði rekunum á sinn mest elskaða af öllum hans skólabræðrum. — Skyldi
svo fara að þið gæfuð út hans ævisögu, vil eg leggja það til að mér þar gæfist
tækifæri til að bæta einhvörju við, enginn lifir nú á dögum sem, eins og eg,
þekkti líf hans frá upphafi; presturinn eður síst biskupinn getur við gröf æsku-
vinarins komið fram með allt þessháttar, en ýmsu ef ei flestu má hreyfa í ævi-
sögu, þar sem um annan eins dánumann er að tala, þann tímann sem við vor-
um saman á beggja ungu og bestu árum. Mig varðar um ekkert nema það sem
eg hefi sjálfur þekkt og reynt. — Ef þið viljið nota þessi mín flýtisorð —
ræðustubbana — hvað eg öldungis fel þér á vald — bið eg þig ekki einungis
gæta réttritunar, heldur gef eg þér fullan myndugleika til að breyta orðum þar
200