Gripla - 20.12.2007, Blaðsíða 104
GRIPLA
35 Sem dæmi um tökuorð úr fornensku má nefna guðspjall (godspel) og stafróf (stæfrœw).
36 Sbr. t.d. Tryggðamál (Grágás 1992:457-8). Þar segir m.a.: „Þið skuluð vera menn sáttir og
samværir, að öldri og að áti, á þingi og á þjóðstefnu, að kirkna sókn og í konungshúsi, og
hvervetna þess er manna fundir verða, . . .“
37 Unger (útg.) (1869:295). Um höfund sögunnar, sjá Stefán Karlsson (2000:135-152).
að sér kveða á Íslandi og víðar á Norðurlöndum um og eftir 1000, og einhverjir
íslenskir kirkjuhöfðingjar sóttu menntun til Englands, má gera ráð fyrir að hin
enska ritmenning hafi orðið þeim fyrirmynd í mörgu. Þar gátu þeir séð að nota
mátti móðurmálið í stað latínu sem tjáningartæki í kirkjulegum og verald-
legum efnum, og einnig voru þar fyrirmyndir að tökuorðum og nýyrðum.35
Eftir að Normannar lögðu undir sig England árið 1066, fjaraði smám saman út
sú málfarslega arfleifð sem Elfríkur skildi eftir sig. En e.t.v. má færa rök fyrir
því að vissir þættir hennar séu enn við lýði hér á Íslandi, þó að á öðru tungu-
máli sé.
Einkenni á mörgum ritverkum Elfríks er stuðlað lausamál, sem enskir
fræðimenn kalla ‘rhythmical prose’. Elfríkur samdi mikið af kirkjulegu les-
máli í þessum stuðlaða stíl. Hans gætir að vísu lítið í fyrsta hómilíusafninu, en
í öðru safninu er hann á nokkrum hómilíum, og í því þriðja, dýrlingasögunum,
er hann orðinn ríkjandi, og einnig á flestu því sem Elfríkur samdi eftir það.
Þessi ‘helgiritastíll’ gerði textann virðulegri og áheyrilegri, auk þess sem hann
höfðaði betur til almennings, sem fann þar ákveðna þætti úr þjóðlegum kvæð-
um. Elfríkur fer þó stundum frjálslega með þennan stíl og lætur hann víkja
fyrir einfaldleika í framsetningu. Stuðlasetning í lausu máli getur verið af ýms-
um toga, og má víða finna dæmi um hana í fornum íslenskum ritum, enda var
stuðlasetning á þeim tíma runnin Íslendingum í merg og bein. Stuðlasetningar
gætir t.d. í fornlegustu hlutum þjóðveldislaganna, Grágásar.36 Síðar kom fram
stuðlun fyrir áhrif frá mælskulist latínu (‘retórísk’ stuðlun eða skrúðstuðlun).
Taka má dæmi úr formála Thomas sögu erkibiskups eftir Arngrím Brandsson
ábóta á Þingeyrum, frá fyrri hluta 14. aldar.
Ljóst er vorðið af letrum þeim, er lærðir menn leifðu eftir sig í kristn-
inni, að fleiri en einn eður tveir af þeirra fjöld hafa skrifað á ýmissum
tímum líf og lofsamligar mannraunir hins ágæta guðs píslarvotts
Thome Cantuariensis in Anglia. [. . .] því að hver hans lífsbók, sem
lesin varð, ljóðar en leynir eigi, hver hæðarskuggsjó og höfðingjaspegill
hann hefir verið formönnum kristninnar með hreinleik og harðlífi, með
ölmusugæði og óbeygðri staðfesti, allt til krúnu blóðsins.37
102