Gripla - 20.12.2007, Blaðsíða 91
1 Tvende old-engelske digte med oversættelser, ved G(eorge) Stephens. Indbydelsesskrift til
Kjöbenhavns Universitets fest, i anledning af Hans Majestæt Kongens fødselsdag, den 6.
october 1853.
1. Forspjall
ÁRIÐ 1853 kom út í Kaupmannahöfn óvenjulegt rit: „Tvö fornensk kvæði,
með þýðingum“, boðsrit að skólahátíð Kaupmannahafnarháskóla þetta ár.1
Í ritinu eru birtar á frummálinu tvær fornenskar predikanir eða hómilíur: Frá
Abgarus konungi og Á þriðja sunnudag í föstu. Einnig forspjall útgefandans,
George Stephens, þýðingar á hómilíunum (eftir George Stephens á ensku, C.
J. Brandt á dönsku og Gísla Brynjúlfsson á íslensku), og samanburðarefni úr
fornum norsk-íslenskum, sænskum, miðháþýskum, lágsaxneskum og niður-
lenskum ritum.
Þó að í boðsritinu sé talað um fornensk kvæði, þá er frekar um að ræða
fornenskar predikanir eða hómilíur í stuðluðum lausamálsstíl. Í forspjalli segir
útgefandinn, George Stephens, að til þess að „gefa útgáfunni enn meira gildi,
og til að auðvelda mönnum að bera saman hinar norrænu mállýskur á fyrri
tímum,“ hafi hann notfært sér þýðingu á ‘forn-norsku’, sem Íslendingurinn og
skáldið Gísli Brynjúlfsson hafði boðið honum (Stephens 1853:3, þýðing mín).
Þessi þróttmikla þýðing Gísla Brynjúlfssonar er nú nær alveg fallin í gleymsku,
enda boðsritið orðið fágætt. Því þótti full ástæða til að koma þessu efni á fram-
færi. Það gefur innsýn í hinn fornenska menningarheim, sem var nátengdur
norrænni menningu að fornu. Einnig eru þýðingarnar merkilegt framtak Íslend-
ings um miðja nítjándu öld og hljóta að teljast fengur fyrir íslenskar trúarlegar
bókmenntir.
Í Griplu XVII var prentuð þýðing Gísla á fyrri hómilíunni, Frá Abgarus
konungi, ásamt inngangsorðum sem hann lét fylgja þýðingu sinni. Í þessu
hefti Griplu er þýðing hans á seinni hómilíunni, Á þriðja sunnudag í föstu, og
SIGURJÓN PÁLL ÍSAKSSON
ÞÝÐINGAR GÍSLA BRYNJÚLFSSONAR
ÚR FORNENSKU
Gripla XVIII (2007): 89–110.