Gripla - 20.12.2007, Blaðsíða 149
AKRABÓK 147
Grunnavík kallar „Dylgjur“ í upphafi 3. hluta eða bókar „Rúnalogíu“ sinnar.34
Bl. 150r–v: „Þornaddar Þula.“ Nokkuð er skorið ofan af fyrirsögninni.
Þulan er það seinasta, sem er upphaflegt í handritinu og hún heitir ekki Þorn-
aldarþula, eins og vanalegast er, en hér er komið eitthvert elsta handrit hennar.
Bl. 151r–154v: „Sólar Ljód Sæmundar Prests hins Fróda.“ Textinn hefst í
19. erindi. Þetta er viðbót með yngri hendi, sennilega frá 19. öld.
Svolítið er um viðbætur með hendi frá 19. öld, hagnýt vísindi eins og bl.
52r: „opinbera þiofa ... ad Einginn spilli stúlku ...“. Aftar, bl. 149v, er galdra-
stafur, en stafinn á að leggja í götu mótstöðumanns honum til slysa. Sumt af
þessu er með villuletri.35
Þegar rætt var um feril handritsins var getið nokkurra mannanafna. Einhver
eigandi þess hefur viljað gera vel við það og bundið það inn í grænt rexinband
og nær það yfir alla bókina. Sennilegast hefur það verið gert eftir að Daníel
Kristjánsson eignaðist handritið, þótt það verði nú ekki fullyrt.
Menn geta spurt um gildi þessa handrits. Því er til að svara að gildi þess í
leit að upphaflegum texta er örugglega ekkert. Þó verður að skoða þar unga
texta Hávamála, Getspeki Heiðreks konungs og annarra kvæða, sem oft fylgja
Eddukvæðum. Aftur á móti hefur handritið nokkurt gildi til að sýna heimildir
rímnaskáldsins Árna að fornum kvæðum. Hefði Björn Karel þekkt þetta hand-
rit hefði það hjálpað honum til að gera sér ljósari grein fyrir vinnubrögðum
Árna en fram kom í bók hans.
ÓLEYST VERKEFNI VIÐ HANDRIT EDDANNA
Athugun á heimildum Ak kennir okkur, að menn notuðu ekki alltaf prentaðar
bækur, þótt til væru, því að útbreiðsla handrita var mikil og þau voru notuð
fremur en prent. Textar hljóta alltaf að hafa dreifst á líkan hátt óháð prenti svo
lengi sem menn æxluðu sér bækur með penna.
Þetta leiðir hugann að því, að þótt Anthony Faulkes hafi rannsakað hand-
rit EMÓ og RE, þá hafa pappírshandrit annarra gerða Snorra-Eddu aldrei verið
rannsökuð. Finnur Jónsson lauk við III. bindið af Edduútgáfu Árnanefndar og
sagði í bréfi til föður síns 12. júní 1886: „Handritalýsíngin er komin að papp-
írsbókunum en þær fer jeg fljótt ifir.“36 Við þetta situr að mestu enn þann dag
34 Sjá AM 413 fol s. 129 o. áfr., sbr. einnig Lbs 243 4to.
35 Hallgrímur Ámundason aðstoðaði við lestur þess.
36 ÍB 95 fol.