Gripla - 20.12.2007, Blaðsíða 80
GRIPLA78
það er ósennilegt að handrit hafi byrjað á fjögurra blaða kveri.22 Svo er bl. 9r
ólæsilegt sem er fremsta blað í kveri. Milli 15. og 16. bl. vantar blað – sem
hefur verið aftasta blað í kveri – og bl. 16r er ólæsilegt en það er fremsta blað
í kveri svo að þar er eyða sem nær yfir þrjár blaðsíður. Sem sagt, það vantar
framan af Reykdæla sögu og svo eru tvær eyður, önnur ein blaðsíða og hin
þrjár blaðsíður. Enginn hefur gert ráð fyrir að það vanti kver í handritið milli
15. og 16. bl. sem hafi verið týnt þegar á 17. öld.
Í Gull-Þóris sögu (16v–32r) eru tvær eyður vegna þess að bl. 23v–24r og
31v–32r hafa verið skafin upp. Reyndar hefur fræðimönnum tekist að lesa
nánast allt á síðastnefndu síðunni, þótt efstu línur hennar hafi ekki verið lesnar
að fullu, og þar með bjargað sögulokunum frá glötun (sjá Þorsk. 1991:224–
27).23 Ekki er talið að það vanti neitt í handritið milli kvera, þ.e. milli 23. og
24. bl. og 31. og 32. bl (sjá Kålund 1898:45).
3.3 Fyrsta eyðan í Ljósvetninga sögu milli 34. og 35. bl.
Erfiðara er að eiga við Ljósvetninga sögu (bl. 32v–41r) en Reykdæla sögu og
Gull-Þóris sögu, en ljóst er þó að í henni eru þrjár eyður. Í fyrsta lagi vantar
tvö blöð eða eitt tvinn inn í fremsta kverið (32.–37. bl.) af sögunni, sem er 6
bl. nú. Tvinnið sem vantar hefur verið innst í kverinu, þ.e. milli 34. og 35. bl.
Ef aðeins vantar tvö blöð í þessa eyðu er ljóst að þættirnir þrír (Sörla þáttur,
Ófeigs þáttur og Vöðu-Brands þáttur) hafa aldrei verið í handritinu og einnig
að sagan sem kemur á eftir þáttunum um viðskipti Guðmundar ríka og Þóris
Helgasonar hefur verið eitthvað styttri en í C-gerðinni. Gera má ráð fyrir að á
þessum tveimur blöðum hafi verið verið 106 línur og texti sem kemst fyrir á
22 Íslendingasaga sem kemst fyrir á einu og hálfu kveri (12 blöðum) gæti t.d. verið Bandamanna
saga (K-gerð), Droplaugarsona saga, Gunnars saga Keldugnúpsfífls, Hrafnkels saga Freys-
goða og Vopnfirðinga saga (hér er miðað við texta þessara sagna í Ísl. 1986 sem eru aðgengi-
legir hjá Netútgáfunni á Internetinu). Bandamanna saga (M-gerð), Kjalnesinga saga og Króka-
Refs saga eru ívið of langar til að komast fyrir á um 12 bl., en Eiríks saga rauða og Hænsna-
Þóris saga eru í stysta lagi. Auðvitað gætu fleiri sögur – langar sem stuttar – hafa verið fyrir
framan Reykdæla sögu en þá verður að gera ráð fyrir að týnst hafi mjög mikið framan af
handritinu. Ef fremst í handritinu hefur hins vegar verið stutt saga sem hefur aðeins tekið yfir
um fjögur blöð (hálft kver), þá kemur einungis Þorsteins saga hvíta til greina af Íslendinga-
sögum.
23 Árna Magnússyni tókst að lesa nokkuð af síðunni og er uppskrift hans varðveitt í AM 495 4to
(Kålund 1898:vi, 56) en Guðbrandur Vigfússon á samt mestan heiður að því að hafa lesið síð-
una þótt Kristian Kålund og Finnur Jónsson hafi bætt svolitlu við lestur hans hvor um sig (sjá
Þorsk. 1991:cx, cxxxiii–cxxxiv).