Gripla - 20.12.2007, Blaðsíða 143
AKRABÓK 141
INNIHALD AKRABÓKAR
Fremst er titilblað, bl. 1r, og þar stendur: „EDDA Sæmundar Prestz Hins
Frooda Nu Ad Nÿu Skrifud Af Arna Bødvars s: Anno 1743.“ Á bl. 2r stendur:
„EDDA ISLENDINGA Samannskrifud Af Spakvitrum Islands Frædemeistara
SNORRA STURLÆ Syne Med miøg §giætum Form™la GUDMUNDAR
ANDRES Sonar Nu ad niju Skrifud af Arna Bódvars Syne Anno 1743.“ Hér
er leturgerð ekki eins skrautleg og á 1r.
Á þessum tíma var aðeins til útgáfa á Snorra-Eddu, sem vanalega er kennd
við danska biskupinn Peter Resen, Resens-Edda, og kom út í Kaupmannahöfn
1665 með texta á íslensku, dönsku og latínu.16 Gylfaginning er þar bútuð niður
í dæmisögur og heitum og kenningum raðað í stafrófsröð. Höfundur þessarar
gerðar, ef tala á um höfund, var Magnús Ólafsson í Laufási og var þetta gert
að beiðni Arngríms Jónssonar lærða veturinn 1608–1609. Þetta er eina ritið
um íslensk efni, sem Arngrímur lærði stóð fyrir og var beinlínis ætlað íslensk-
um lesendum.17 Edda Magnúsar er til í tveimur gerðum frá hendi hans. An-
thony Faulkes gaf þær báðar út með löngum inngangi 1979 og nefndi X og Y.
Af síðarnefndu gerðinni eru einkum tvö handrit, Y1, þ. e. GKS 2368 4to og Y2,
þ. e. AM 743 4to, og vanalega fylgdi Árni Böðvarsson í Ak Y2 og verða hér á
eftir færð rök fyrir því. Frá hendi Magnúsar er einnig til latnesk gerð, sett
saman veturinn 1628–1629, sem hann sendi Þorláki biskupi Skúlasyni, sem
sendi hana síðan danska lækninum Ole Worm. Fyrrnefnd latnesk þýðing
Snorra-Eddu ásamt Eddu-gerð Magnúsar varð ásamt danskri þýðingu undir-
staða útgáfu RE. Útgáfan var lærð á sinnar tíðar vísu með löngum formála á
latínu. Björn Karel taldi víst (s. c), að Árni hefði notað þá gerð, en ljóst er nú
að hann hefur einnig haft handrit af Eddu Magnúsar.
Nú verður aftur vikið að Ak. Framan við Snorra-Eddu sjálfa er, bl. 3r–v:
„Form§le yfer Snorra Eddu samsettur af Gudmunde Andres Syne“. Aftan við
hann, bl. 3v–11v, er annar formáli Eddu mun lengri en sá fyrri og hefur fyrir-
sögnina: „Annar Partur Form§lans“. Undir lokin segir að formálinn sé „ný-
16 Resens-Edda. Edda. Islandorum An Chr. M. CC. XV Islandice. Conscripta per Snorronem.
Sturlæ Islandiæ. Nomophylacem nunc. primum Islandice. Danice. et. Latine ex. Antiqvis.
Codicibus. M. SS ... in. lucem. prodit opera. et. studio Petri. Johannis. Resenii. ... Havniæ M.
DC. LX. V. (Hér eftir = RE.) Ljósprent þessarar bókar kom út á vegum Árnastofnunar. Print-
ed in facsimile with introduction by Anthony Faulkes. Rv. 1977 (Two versions of Snorra
Edda from the 17th century. II.) Þegar vitnað er sérstaklega í orð Faulkes er sett Introduction.
17 Arngrímur Jónsson. Opera latine conscripta. Edidit Jakob Benediktsson. Vol. IV. Introduc-
tion and notes. Kbh. 1957. s. 77–78.