Gripla - 20.12.2007, Blaðsíða 152

Gripla - 20.12.2007, Blaðsíða 152
GRIPLA150 tamskviða:“39 Þetta sýnir að þeir sem rannsaka Hrafnagaldur Óðins hljóta að þurfa að skoða þetta kvæði einnig. Rannsókn á handritum kvæðanna gæti hugsanlega leitt eitthvað í ljós um upphaf þeirra og feril. Ef tilgáta Bugges væri rétt, ættu kvæðin gjarnan að fylgjast að í handritum. Í Ak hefur Hrafna- galdur a. m. k. ekki verið á undan Vegtamskviðu, en ekki er lengur hægt að segja til um hvort hann hefur verið á eftir henni í Ak, því að niðurlag vantar af Vegtamskviðu og næsta kvæði á eftir hefst í miðju kafi, eins og áður sagði. Í Vegtamskviðu í Antiquitates vantar upphaf og nokkrar vísur, sem aukið var inn í kvæðið í pappírshandritum, en þó er þar sumt af viðbótum þaðan, svo að ljóst er að textinn er ekki beint úr skinnbókinni AM 748 4to. Hún var þá á Íslandi, en Árni fékk hana 1691. Ef texti Vegtamskviðu í Ak er borinn saman við handritin 214 og 1108, sést, að allir textarnir eru náskyldir. Handritin 214 og Ak fara oft saman um leshætti móti 1108, sem sannar að texti Vegtamskviðu í 1108 getur ekki verið uppskrift af 214, þótt það handrit hafi verið forrit 1108 að kvæðunum úr Konungsbók. Sem dæmi má nefna (orð framan við ] er lesháttur úr útgáfu Bugges, bókstafirnir a og b er tölusetning á aukavísum í Vegtamskviðu, M eru leshættir úr Antiqvitates): 1.a.1 hapti] 1108, hafi 214, Ak. Hér er texti 1108 augljóslega réttari en í 214 og Ak. 1.b.6 Sváfni] 1108, svafinn 214, Ak. 3.6 folld-] M, 1108, fölk- 214, Ak. 4.5 vittvgri] M, 1108, vitugur 214, Ak. Af þessum dæmum er ljóst, að 1108 stendur nær textunum, sem Bugge notaði og textanum í Antiquitates, heldur en textunum í 214 og Ak. Hugsanlegt er að um tvo flokka handrita Vegtamskviðu geti verið að ræða, sem þó eru ekki runnir beint frá skinnbókinni. Þetta þyrfti allt að rannsaka betur en hér er ástæða til. Að auki er nú rétt að nefna, að til eru skýringar á Vegtamskviðu og hef ég skoðað handritin Thott 1499 4to og Lbs 349 4to. Þar er texti kviðunnar lengri en í gömlu skinnbókinni. Við lauslega athugun virtist mér textinn eitthvað vera skyldur textanum í Antiqvitates. Ekkert er mér nú kunnugt um uppruna eða höfund þessara skýringa. Í viðbót Þorsteins Péturssonar við Recensus eftir Pál Vídalín eru nefndar skýringar á Vegtams- kviðu eftir Eyjólf Jónsson á Völlum (1670–1745).40 Þær eru varðveittar í ÍBR 120 8vo, en eru alveg óskyldar fyrrnefndum skýringum. Alls ekkert er vitað 39 Norrœn fornkvæði. ... Udgiven af Sophus Bugge. Chistiania 1867. s. 140. 40 Páll Vídalín. Recensus poetarum et scriptorum Islandorum hujus et superioris seculi. Viðauki séra Þorsteins Péturssonar. I. Texti. Jón Samsonarson bjó til prentunar. Rv. 1985. s. 180.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210

x

Gripla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gripla
https://timarit.is/publication/579

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.