Gripla - 20.12.2007, Síða 152
GRIPLA150
tamskviða:“39 Þetta sýnir að þeir sem rannsaka Hrafnagaldur Óðins hljóta að
þurfa að skoða þetta kvæði einnig. Rannsókn á handritum kvæðanna gæti
hugsanlega leitt eitthvað í ljós um upphaf þeirra og feril. Ef tilgáta Bugges
væri rétt, ættu kvæðin gjarnan að fylgjast að í handritum. Í Ak hefur Hrafna-
galdur a. m. k. ekki verið á undan Vegtamskviðu, en ekki er lengur hægt að
segja til um hvort hann hefur verið á eftir henni í Ak, því að niðurlag vantar af
Vegtamskviðu og næsta kvæði á eftir hefst í miðju kafi, eins og áður sagði.
Í Vegtamskviðu í Antiquitates vantar upphaf og nokkrar vísur, sem aukið
var inn í kvæðið í pappírshandritum, en þó er þar sumt af viðbótum þaðan, svo
að ljóst er að textinn er ekki beint úr skinnbókinni AM 748 4to. Hún var þá á
Íslandi, en Árni fékk hana 1691. Ef texti Vegtamskviðu í Ak er borinn saman
við handritin 214 og 1108, sést, að allir textarnir eru náskyldir. Handritin 214
og Ak fara oft saman um leshætti móti 1108, sem sannar að texti Vegtamskviðu
í 1108 getur ekki verið uppskrift af 214, þótt það handrit hafi verið forrit 1108
að kvæðunum úr Konungsbók.
Sem dæmi má nefna (orð framan við ] er lesháttur úr útgáfu Bugges,
bókstafirnir a og b er tölusetning á aukavísum í Vegtamskviðu, M eru
leshættir úr Antiqvitates): 1.a.1 hapti] 1108, hafi 214, Ak. Hér er texti
1108 augljóslega réttari en í 214 og Ak. 1.b.6 Sváfni] 1108, svafinn
214, Ak. 3.6 folld-] M, 1108, fölk- 214, Ak. 4.5 vittvgri] M, 1108,
vitugur 214, Ak.
Af þessum dæmum er ljóst, að 1108 stendur nær textunum, sem Bugge notaði
og textanum í Antiquitates, heldur en textunum í 214 og Ak.
Hugsanlegt er að um tvo flokka handrita Vegtamskviðu geti verið að ræða,
sem þó eru ekki runnir beint frá skinnbókinni. Þetta þyrfti allt að rannsaka
betur en hér er ástæða til. Að auki er nú rétt að nefna, að til eru skýringar á
Vegtamskviðu og hef ég skoðað handritin Thott 1499 4to og Lbs 349 4to. Þar
er texti kviðunnar lengri en í gömlu skinnbókinni. Við lauslega athugun virtist
mér textinn eitthvað vera skyldur textanum í Antiqvitates. Ekkert er mér nú
kunnugt um uppruna eða höfund þessara skýringa. Í viðbót Þorsteins
Péturssonar við Recensus eftir Pál Vídalín eru nefndar skýringar á Vegtams-
kviðu eftir Eyjólf Jónsson á Völlum (1670–1745).40 Þær eru varðveittar í ÍBR
120 8vo, en eru alveg óskyldar fyrrnefndum skýringum. Alls ekkert er vitað
39 Norrœn fornkvæði. ... Udgiven af Sophus Bugge. Chistiania 1867. s. 140.
40 Páll Vídalín. Recensus poetarum et scriptorum Islandorum hujus et superioris seculi. Viðauki
séra Þorsteins Péturssonar. I. Texti. Jón Samsonarson bjó til prentunar. Rv. 1985. s. 180.