Gripla - 20.12.2007, Blaðsíða 83
AM 561 4TO OG LJÓSVETNINGA SAGA 81
Með öðrum orðum, ef textinn í annarri eyðu Ljósvetninga sögu (milli 37r og
38r) í þessu handriti hefur ekki verið þeim mun lengri og frábrugðnari C-gerð-
inni er líklegt að sagan hafi verið aftast í handritinu eins og hún er nú og að
aftasta kverið hafi aðeins verið 6 blöð. Þetta er í samræmi við það sem Guð-
brandur Vigfússon hélt fram án þess að hann rökstyddi það. Hann segir að AM
561 4to (1878:lvi):
probably never contained the later half of the Saga, and certainly omit-
ted some of the episodes of the earlier part, e. g. Sorli and Vödu-
Brand …
Síðar verður Guðbrandur skýrmæltari án þess þó að færa rök fyrir máli sínu
(sjá Origines:348):
The text of our Saga in this MS. exhibits some curious peculiarities. It
has certainly never contained Sections II, III, IV, and in all human
probability it never contained Sections VIII and IX.
„Sections II, III, IV“ eru þættirnir þrír (Sörla þáttur, Ófeigs þáttur og Vöðu-
Brands þáttur sem fylgja sögunni í C-gerð) og „Sections VIII and IX“ eru það
sem Guðbrandur kallaði Guðmundarsona sögu og Þorgeirs þátt Hávarssonar,
þ.e. Eyjólfs sögu og Ljósvetninga og Þórarins þátt ofsa. Benedikt Sveinsson
benti einnig á að ekki verði fullyrt hvort „Eyjólfs saga“ hafi verið í AM 561
4to (Ljósv. 1921:iv). Björn Sigfússon (ÍF10) nefnir þennan möguleika hins
vegar ekki og áður hafði hann talið að A-gerðin hefði haft alla söguna að
geyma, m.a. vegna þess að til þess sé vísað í 21. kafla að Þorkels háks verði
hefnt og að einn af sonum Guðmundar ríka verði veginn (1937:4, 10). Auð-
vitað er mögulegt að A-gerðin hafi í upphafi eða í einhverjum handritum náð
yfir Eyjólfs sögu og Ljósvetninga þótt sá hluti Ljósvetninga sögu hafi aldrei
verið í AM 561 4to.
4. Skyldleiki AM 561 4to við önnur handrit
Ekkert varðveitt handrit Ljósvetninga sögu, sem hefur verið athugað, virðist
vera runnið frá AM 561 4to eins og fram kom í kafla 2.1. Gull-Þóris saga
hefur e.t.v. ekki verið skrifuð upp fyrr en Ásgeir Jónsson gerði það fyrir Árna
Magnússon í lok 17. aldar (AM 495 4to) og hefur eftirritið verið skrifað eftir
að uppsköfnu síðurnar (23v, 24r, 31v og 32r) voru orðnar ólæsilegar; sagan var