Gripla - 20.12.2007, Blaðsíða 32
GRIPLA30
V
Íslensku lækningabókina í Dyflinni á Írlandi, MS Royal Irish Academy 23 D
43, gaf Henning Larsen út 1931.12 Á bl. 54r14–15 er fyrirsögn með rauðu letri:
‘hier heˆur lækna bok þo®|leiˆs bio®ns sonar’. Þar er án efa átt við Þorleif
Björnsson hirðstjóra á Reykhólum. Bl. 54 er fyrsta blað í átta blaða kveri, sem
Henning Larsen taldi líklegt að hefði verið í upphafi bókar.13
Henning Larsen taldi að sex hendur væru á þessu handriti, meginhlutinn
skrifaður af tveimur mönnum, hönd A á bl. 1r– 25v, hönd B á bl. 26r og til
loka á bl.74v, en með höndum fjögurra annarra skrifara væru fáeinar línur inn
í milli. Þessar aukahendur eru hér nefndar C, D, E og F, en engin ábyrgð tekin
á að Henning Larsen hafi allsstaðar greint rétt á milli rithanda. Ég sé ekki
betur en að greining hans standist, en læt þó öðrum eftir að sannreyna það.
C hefur skrifað bl. 36v12–16 (?), hönd D bl. 49v1–22, hönd E bl.
51v13–22 (?) og hönd F bl. 52r13–23. Engin þessara handa er hin sama og
höndin á 240,XV, en einkennandi leturgerð í 240.XV, ‘L’, ‘ll’ með þverstriki,
‘r’ með aukadrætti, ‘Ì4’ og ‘æ’ sem límingur af ‘op’ koma að meira eða minna
leyti fyrir í þeim öllum.
VI
Samkvæmt athugunum Einars G. Péturssonar er rithönd á kaflanum með
ævintýrunum í AM 624 4to, sem eru prentuð í ÆvMið, ekki að finna annars
staðar í handritinu.14 Þessi rithönd er ólík öllum þeim höndum í handritum
sem eru tekin til athugunar hér á undan, en stöku sérkenni í leturgerð sam-
eiginleg þeim koma þó fyrir í þessum kafla í 624, sjá bls. 171, nmgr. 24. Í 624
er Leiðarvísan skrifuð á bls. 85–90. Á fyrsta hluta kvæðisins á bls. 85.8–89.15
er sérstök hönd, nokkuð gróf og viðvaningsleg, en þar eru bæði ‘L’ og ‘ll’ með
þverstriki algeng, /y/ oftast af gerð sem líkist Ì4, en ekki er það einhaft. Ef AM
757 4to hefur verið forrit það sem Leiðarvísan í 624 hefur verið skrifuð eftir15
hefur ritarinn ekki stælt leturgerð eftir því; öllu fremur verður að líta á þessi
einkenni á rithönd hans sem bendingu um hvar hann hafi lært að skrifa.
12 Henning Larsen. An Old Icelandic Medical Miscellany. MS Royal Irish Academy 23 D 43
with Supplement from MS Trinity College (Dublin) L-2-27. Oslo 1931.
13 MedMisc 3, 5–6 og 21–23.
14 Sjá um þetta handrit ÆvMið xiii–xxix.
15 Sjá Den norsk-islandske skjaldedigtning A I, 618.