Gripla - 20.12.2007, Blaðsíða 146
GRIPLA144
ekki öll kvæði Ak, en ekki sést að neitt kvæði vanti í handritið, sem er í
registrinu.
Þegar Ak var skrifuð var Sæmundar-Edda eða Eddukvæði ekki til á prenti,
því að heildarútgáfa kom fyrst um 1800. Völuspá og Hávamál komu út með
latneskri þýðingu sem sérpésar 1665, eða sama ár og RE, og fylgja þeir gjarn-
an eintökum hennar. Einnig kom önnur útgáfa á Völuspá árið 1673. Bæði
kvæðin í útgáfunni frá 1665 fylgdu ljósprentun Faulkes á RE. Nokkur hluti úr
Vegtamskviðu var prentaður 1689 og verður vikið að þeim texta hér síðar. Þess
vegna hlýtur texti Ak að flestum Eddukvæðum að vera skrifaður upp eftir
handritum.
Fremst, bl. 83r–86v, er Völuspá og er textinn eftir útgáfunni frá 1665.
Aftan við, bl. 86v–90v, er latneska þýðingin á kvæðinu úr sömu útgáfu og hér
er því ljóst, að sá texti er kominn úr prentaðri bók.
Strax á eftir fylgja, bl. 91r–106v: „H§vam™l en Gƒ́mlu med þeirra Ap-
pendice R≤nacapitula Af si§lfum Ódne konge ordt og Samsett“. Textinn er
ekki úr útgáfunni frá 1665, sem er nokkuð frábrugðinn texta Konungsbókar.
Aftur á móti er greinilegt að Árni Böðvarsson hefur haft prentaða textann líka
þar sem hann setur stundum orð úr latnesku þýðingunni við hlið íslenskra
orða. Hávamál eru hér nokkurn veginn samhljóða Konungsbók, en Árni hefur
talið eitthvert handrit hafa betri texta Hávamála en prentaða bókin. Aftast er
„R≤na Capitule“, seinasti hluti Hávamála, einnig eftir einhverju handriti, því
að strax í 1. vísu er greindur annar lesháttur úr útgáfunni, og latneskar glósur
úr þýðingunni þar eru stundum til hliðar. Um þennan sérstaka texta Hávamála
er það að segja, að Bugge taldi hann afbakaðan í útgáfu sinni á Eddukvæð-
um.27 Faulkes áleit hann jafnvel vera sérstaka gerð.28 Heimildir eru um fleiri
handrit Hávamála og tilvitnanir í þau, áður en Konungsbók kom í leitirnar og
til er yfirlit um það mál.29 Annars þarfnast textar kvæðisins sérstakrar rann-
sóknar.
Á eftir Hávamálum, bl. 107r–121v, eru goðakvæðin öll með þessum fyrir-
sögnum: „Vafþruþnis M™l“, „Fr§ Sonøm Hrauðungs Konongs“, „Grimnis
mál“, „For Scirnis“, „Harbars Liñð“, „Þorr dro Miþgarz orm“, „Fra ˚gi oc
Goðom“, „Lokasenna“, „Þrÿms Qviþa, edur Hamars Heÿmt“, „Alvis Mäl“.
Þar með lýkur goðakvæðum.
27 Norrœn fornkvæði. ... Almindelig kaldet Sæmundar Edda hins fróða. Udgiven af Sophus
Bugge. Chistiania 1867. s. lviii–lx.
28 RE. Introduction. s. 87–88.
29 Einar G. Pétursson. Eddurit Jóns Guðmundssonar lærða. I. Inngangur. Rv. 1998. s. 430–
433.