Gripla - 20.12.2007, Blaðsíða 105
ÞÝÐINGAR GÍSLA BRYNJÚLFSSONAR
38 Sjá Griplu XVII:170-171. Talsvert er varðveitt af fornenskum kveðskap, sem er ótvírætt
bundið mál, náskylt fornyrðislagi, sjá The Anglo-Saxon Poetic Records I-VI.
39 Finnur Jónsson (útg.) (1892-1896:cxviii-cxx og 156-164). Pope (útg.) (1968:667-724).
40 Reichborn-Kjennerud (1934:144-148). Finnur Jónsson (útg.) (1892-1896:167-168). Forn-
enski textinn, sjá Skeat (1966:368-374). Sjá einnig Jón Helgason (1960:xiii og xix), Kick
(2006) og Lombardi (2006).
Eins og fyrr er sagt taldi George Stephens hómilíurnar vera kvæði, en nú
er litið á þær sem stuðlað lausamál, enda er andinn í stílnum lausamál, þó að
formið virðist bundið. Af forspjalli Gísla Brynjúlfssonar má sjá að hann hefur
gert sér grein fyrir þessum mismun, sem hann telur stafa af því að á tímum
Elfríks hafi tilfinningin fyrir skáldskaparforminu verið farin að dofna hjá Eng-
lendingum hinum fornu. En af því að hún var enn lifandi meðal Íslendinga
taldi hann rétt að þýða hómilíurnar yfir á bundið mál, fornyrðislag.38
Ein þekktasta hómilía Elfríks, De falsis diis (Um hjáguði), er að miklum
hluta í íslenskri þýðingu í Hauksbók, undir fyrirsögninni: ‘Um það hvaðan
ótrú hófst’.39 Meðal heimilda Elfríks var ritið De correctione rusticorum eftir
Martinus biskup í Braga í Galisíu (d. 579). Elfríkur breytir þó ýmsu, t.d. bætir
hann því við að rómversku guðirnir Mars, Merkúríus, Júpíter og Vena, heiti á
danskri tungu Týr, Óðinn, Þór og Frigg, enda var predikuninni beint gegn
heiðindómi danska innrásarliðsins á Englandi. Af orðalagi Hauksbókar má sjá
að þýðandinn hefur haft fyrir sér fornenska textann og fylgir honum nokkuð
náið, en sleppir síðasta fjórðungnum (Taylor 1969:101-109). Talið er að
Elfríkur hafi samið þessa hómilíu á árabilinu 992-995.
Í Hauksbók er kafli sem hefst á orðunum: „Hinn helgi biskup er heitir
Ágústínus, ...“ Norski fræðimaðurinn Ingjald Reichborn-Kjennerud sýndi
fram á það árið 1934, að nokkrar málsgreinar þar eru sóttar í hómilíuna ‘De
Auguriis’ eftir Elfrík.40 Líklegt er að ekki séu öll kurl komin til grafar hvað
snertir áhrif Elfríks á íslenskar fornbókmenntir, og bíða þar áhugaverð verk-
efni fyrir unga íslenska fræðimenn.
Hómilíur Elfríks eru ritaðar um það leyti sem Íslendingar og Norðmenn
tóku kristni, og því gæti hugmyndaheimurinn sem þar ríkir gefið vísbendingu
um hvaða andi hefur svifið yfir vötnum hjá trúboðunum, sem sóttu Íslendinga
heim um og upp úr 1000. Vekur þar t.d. athygli hve mikil áhersla er lögð á
lækningamátt Krists sem andstæðu við illsku hinna heiðnu afla. E.t.v. hefur
það verið notað til að laða menn til fylgis við hinn nýja sið.
Á árunum 978-1016 fór Aðalráður konungur, síðar nefndur til háðungar
hinn ráðlausi, með völd á Englandi. Elfríkur stóð nærri mönnum sem höfðu
mikil áhrif við hirð konungs; meðal þeirra var Aðalvaldur hinn helgi, biskup í
103