Gripla - 20.12.2007, Blaðsíða 84

Gripla - 20.12.2007, Blaðsíða 84
GRIPLA82 einnig skrifuð upp eftir 561 á s.hl. 18. aldar (AM 400 fol og NKS 1752 4to). Svo virðist sem öll önnur pappírshandrit Gull-Þóris sögu séu runnin frá þess- um uppskriftum (Kålund 1898:ix–x, Þorsk. 1991:cx). Það eru því eyður í þess- ari sögu sem verða ekki fylltar. Reykdæla saga er einungis varðveitt í einu skinnhandriti, þ.e. umræddu AM 561 4to, en það er skörðótt, eins og áður hefur komið fram, og verður því að fylla textann eftir pappírshandritum. Reyndar er skinnbókin það mikið skert að hún hefur aðeins að geyma u.þ.b. 53% sögunnar. Björn Sigfússon (ÍF10:xc) segir að öll pappírshandritin séu runnin frá skinnhandritinu, eða m.ö.o. einu glötuðu afriti skinnhandritsins. Finnur Jónsson (Reykd. 1881:i, x–xi) fullyrðir hins vegar að aðeins eitt pappírshandritanna, ÍB 206 4to (J), sé skrifað eftir skinnbókinni, auk þess sem Árni Magnússon hafi skrifað niðurlag sögunnar (bl. 16v) upp eftir henni.29 Skinnbókin sé hins vegar elsta systir mikilvægustu pappírshandritanna.30 Hann lagði AM 158 fol til grundvallar útgáfu sinni þegar skinnhandritinu sleppti (Reykd. 1881:iii), en Björn Sigfússon lagði AM 507 4to til grundvallar (ÍF10:xc). Þorgeir Guðmundsson og Þorsteinn Helgason gáfu söguna út eftir AM 161 fol þar sem AM 561 4to sleppti og fannst „all- líkligt“ að það væri skrifað eftir AM 561 4to en sögðust ekki geta fullyrt það (Ísl. 1830:7–8). Ef handritin eru öll runnin frá skinnbókinni hefur hún verið afrituð áður en hún skertist, nema hvað eyða undir lok sögunnar verður ekki fyllt (sjá ÍF10:242), þ.e. bl. 16r hefur verið orðið ólæsilegt að hluta, en ekki bl. 9r og blaðið milli 15. og 16. blaðs hefur enn verið á sínum stað, sem og öll blöð með sögunni fyrir framan núverandi fremsta blað. Textinn sem er varðveittur í pappírshandritunum en er horfinn með blað- inu, sem var á milli bl. 15v og 16v í AM 561 4to, er alls 1041 orð sem myndi ná yfir u.þ.b. 72 línur í 561. Ef gert er ráð fyrir 30 línum á bls., eins og er á bl. 15, þ.e. næsta blaði fyrir framan eyðuna, hefur afritara tekist að lesa allt týnda blaðið og 12 línur af bl. 16r eða rúmlega þriðjung síðunnar. Afrit Reykdæla sögu hefur því verið skrifað áður en blaðið týndist og áður en útsíður kveranna voru skafnar (9r og 16r) og rímurnar skrifaðar í staðinn. Á hinn bóginn er lík- 29 Uppskriftin er varðveitt í AM 507 4to (Reykd. 1881:viii). 30 Þau eru AM 158 fol (A), AM 496 4to (B), AM 161 fol (C), AM 507 4to (D), Rask 27 (E), Rask 37 (F), NKS 1714 4to (G), Kall 244 fol (H), Thott 984 II fol (I), ÍB 384 4to (K) og NKS 1704 4to (L) og segir Finnur að CGIK heyri til sama flokks og DEFH til annars (Reykd. 1881:i–x). Þessi flokkun Finns stenst ekki þegar litið er til þess að handritin CDG (auk ABL) hafa ekki lokaorð sögunnar sem eru á bl. 16v í AM 561 4to (í D hefur þeim reyndar verið bætt við síðar), en EFHIK (auk J) hafa þau.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210

x

Gripla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gripla
https://timarit.is/publication/579

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.