Gripla - 20.12.2007, Blaðsíða 84
GRIPLA82
einnig skrifuð upp eftir 561 á s.hl. 18. aldar (AM 400 fol og NKS 1752 4to).
Svo virðist sem öll önnur pappírshandrit Gull-Þóris sögu séu runnin frá þess-
um uppskriftum (Kålund 1898:ix–x, Þorsk. 1991:cx). Það eru því eyður í þess-
ari sögu sem verða ekki fylltar.
Reykdæla saga er einungis varðveitt í einu skinnhandriti, þ.e. umræddu
AM 561 4to, en það er skörðótt, eins og áður hefur komið fram, og verður því
að fylla textann eftir pappírshandritum. Reyndar er skinnbókin það mikið skert
að hún hefur aðeins að geyma u.þ.b. 53% sögunnar. Björn Sigfússon (ÍF10:xc)
segir að öll pappírshandritin séu runnin frá skinnhandritinu, eða m.ö.o. einu
glötuðu afriti skinnhandritsins. Finnur Jónsson (Reykd. 1881:i, x–xi) fullyrðir
hins vegar að aðeins eitt pappírshandritanna, ÍB 206 4to (J), sé skrifað eftir
skinnbókinni, auk þess sem Árni Magnússon hafi skrifað niðurlag sögunnar
(bl. 16v) upp eftir henni.29 Skinnbókin sé hins vegar elsta systir mikilvægustu
pappírshandritanna.30 Hann lagði AM 158 fol til grundvallar útgáfu sinni þegar
skinnhandritinu sleppti (Reykd. 1881:iii), en Björn Sigfússon lagði AM 507
4to til grundvallar (ÍF10:xc). Þorgeir Guðmundsson og Þorsteinn Helgason
gáfu söguna út eftir AM 161 fol þar sem AM 561 4to sleppti og fannst „all-
líkligt“ að það væri skrifað eftir AM 561 4to en sögðust ekki geta fullyrt það
(Ísl. 1830:7–8). Ef handritin eru öll runnin frá skinnbókinni hefur hún verið
afrituð áður en hún skertist, nema hvað eyða undir lok sögunnar verður ekki
fyllt (sjá ÍF10:242), þ.e. bl. 16r hefur verið orðið ólæsilegt að hluta, en ekki bl.
9r og blaðið milli 15. og 16. blaðs hefur enn verið á sínum stað, sem og öll
blöð með sögunni fyrir framan núverandi fremsta blað.
Textinn sem er varðveittur í pappírshandritunum en er horfinn með blað-
inu, sem var á milli bl. 15v og 16v í AM 561 4to, er alls 1041 orð sem myndi
ná yfir u.þ.b. 72 línur í 561. Ef gert er ráð fyrir 30 línum á bls., eins og er á bl.
15, þ.e. næsta blaði fyrir framan eyðuna, hefur afritara tekist að lesa allt týnda
blaðið og 12 línur af bl. 16r eða rúmlega þriðjung síðunnar. Afrit Reykdæla
sögu hefur því verið skrifað áður en blaðið týndist og áður en útsíður kveranna
voru skafnar (9r og 16r) og rímurnar skrifaðar í staðinn. Á hinn bóginn er lík-
29 Uppskriftin er varðveitt í AM 507 4to (Reykd. 1881:viii).
30 Þau eru AM 158 fol (A), AM 496 4to (B), AM 161 fol (C), AM 507 4to (D), Rask 27 (E),
Rask 37 (F), NKS 1714 4to (G), Kall 244 fol (H), Thott 984 II fol (I), ÍB 384 4to (K) og NKS
1704 4to (L) og segir Finnur að CGIK heyri til sama flokks og DEFH til annars (Reykd.
1881:i–x). Þessi flokkun Finns stenst ekki þegar litið er til þess að handritin CDG (auk ABL)
hafa ekki lokaorð sögunnar sem eru á bl. 16v í AM 561 4to (í D hefur þeim reyndar verið
bætt við síðar), en EFHIK (auk J) hafa þau.