Gripla - 20.12.2007, Blaðsíða 151
AKRABÓK
Höfn eru Eddukvæði skrifuð af Árna Böðvarssyni eftir „Bibliotheca Hytar-
dalensi 1769“. Það handrit er greinilega „útflutningsvara“, skrifað eftir pöntun
því að það er fagurlega skrifað og hvert vísuorð er sér í línu. Pappír hefur ekki
verið sparaður og skildar eru eftir auðar síður, svo að kvæði geti hafist á hægri
síðu. Jón Helgason hefur dregið fram heimildir um, að 1108 hafi verið í eigu
Frederik Christian Sevel (1723–78) og verið selt á uppboði eftir hann 22. jan.
1781, en síðar hefði handritið lent hjá Suhm.38 Hægt væri að láta sér detta í
hug, að handritið hefði verið pantað sérstaklega frá Íslandi, hugsanlega frá séra
Jóni Halldórssyni í Hítardal eða Árna Böðvarssyni sjálfum.
Auðséð er af spássíugreinum í 214, sem einnig eru í 1108 að textinn þar
hlýtur að vera uppskrift á 214. Í Hávamálum fundust þrjú dæmi (erindatölur
eru úr útgáfu Bugges): 31.1, 70.3 og 139.6. Einnig er sama spássíugrein í
báðum handritunum í 22.5 í Hamðismálum. Nægir þetta til að sýna, að 1108
er uppskrift af 214. Næst og undir lok handritsins eru eftirtalin kvæði í 1108:
„Vegtams Qvida“, „FiËlsvins M™l“, „Hindlu Lioþ“, „Grou Galldr Er hon
Syni synom gól aþr enn þat Oþinn J Helio hvarf oc hon var dËþ“, „Solar
Lioþ“, „Hrafna Galldr Oþins Forspialls Lioþ“, „Fr™ Fenio oc Menio“ [þ. e.
Grottasöngur], „Fornm∂li at Getspeki Heiþrecs Konongs“. Hér eru tvö kvæði,
sem ekki eru í 214, þ. e. Hrafnagaldur Óðins og Grottasöngur. Aftur á móti
eru í síðara hluta af 214 mörg kvæði, sem ekki eru í 1108, eins og áður var
getið.
Í inngangi sínum að Brávallarímum nefndi Björn Karel, að í kvæðinu
Álfamál hefði Árni Böðvarsson notað Vegtamskviðu (Baldurs drauma) og haft
(s. c): „þann texta þess eddukvæðis, sem prentaður er í bók Bartholins,
Antiqvitatum Dancicarum [sic] de causis contemptæ a Danis adhoc gentilibus
mortis libri tres“. Sú bók kom út 1689 og að henni vann Árni Magnússon. Svo
er að skilja orð Björns að Árni hafi ort kvæðið um tvítugt, þ. e. áður en hann
skrifaði Ak.
Vegtamskviða er ekki í Konungsbók Eddukvæða, en er í Eddukvæðahand-
ritinu AM 748 4to, og pappírshandritum. Texti kvæðisins er í ungum hand-
ritum lengri en í skinnbókinni og að auki nokkur orðamunur. Ekki hafa menn
rannsakað þá gerð svo mér sé kunnugt síðan Bugge 1867. Hann taldi texta
pappírshandritanna hafa verið lengdan jafnvel af sama manni og orti For-
spjallsljóð eða Hrafnagaldur Óðins og: „høist sandsynligt, at Forspjallsljóð
er digtet sent i Middelalderen som Indledningsdigt til den ældgamle Veg-
149
38 Jón Helgason. “Sevels islandske håndskrifter.” Opuscula. IV. Kbh. 1970. s. 108–109 og 118
(Bibl. Arn. XXX.)