Gripla - 20.12.2007, Blaðsíða 106
GRIPLA
41 Sbr. þá feðga Aðalvarð og Aðalmær, helstu stuðningsmenn Elfríks.
42 Borgfirðinga sögur, ÍF III (1938:70). Í Fyrstu málfræðiritgerðinni segir: „Nú eftir þeirra
[enskra manna] dæmum, alls vér erum einnar tungu, þó að gjörst [breyst] hafi mjög önnur
tveggja eða nokkuð báðar“. Höfundurinn ritgerðarinnar virðist þarna eiga við að málin séu af
sömu rót, þó að þau séu nú „mjög“ frábrugðin hvort öðru. (Hreinn Benediktsson (útg.). 1972:
208, sbr. bls. 196).
43 Á síðustu árum hefur talsvert verið skrifað um þetta efni. Magnús Fjalldal (2005:3-21), Matt-
hew Townend (2002:1-248), Þórhallur Eyþórsson (2002:21-26) og Gunnar Harðarson (1999:
11-30). Þó að fróðlegt sé að fjalla um ýmsa þætti þessa máls, þá er augljóst að menn gátu gert
sig skiljanlega þegar nauðsyn bar til, hvort sem það var af því að meðal yfirstéttarinnar á Eng-
landi var fjöldi manna sem skildi bæði málin, eða af öðrum ástæðum.
Winchester. Englendingar áttu þá í vök að verjast fyrir árásum víkinga, auk
þess sem miklir flokkadrættir voru innanlands. Í hómilíum Elfríks má víða
greina tilvísun til samtímaatburða og viðleitni til að slá á sundurlyndi og
treysta konungsvaldið og innviði ríkisins; jafnvel hvatningu til að berjast gegn
erlendum innrásarherjum. Í formála fyrsta hómilíusafnsins verður honum
einnig tíðrætt um að dómsdagur sé í nánd (þá var stutt í árið 1000). Fræði-
menn hafa bent á að óttinn við dómsdag hafði töluverð áhrif á breytni manna
á þessu tímabili, aðalsmenn og konungar kepptust margir hverjir við að reisa
klaustur41 og settust jafnvel í helgan stein sjálfir (Landes 2000:144). Hugs-
anlegt er að trú kristinna Englendinga á dómsdag um 1000 geti að einhverju
leyti skýrt ‘ráðleysi’Aðalráðs konungs við landvarnir, gegn slagkrafti innrásar-
herja, sem hungraði í það sem framtíðin bar í skauti sér.
Fornenski textinn í hómilíunum sem hér um ræðir, gefur einnig tilefni til
að íhuga frásögnina af því þegar Gunnlaugur ormstunga fór á fund Aðalráðs
ráðlausa til að flytja honum kvæði (um 1002). Í sögunni segir: „Ein var þá
tunga á Englandi sem í Noregi og í Danmörku. En þá skiptust tungur í
Englandi er Vilhjálmur bastarður vann England; gekk þaðan af í Englandi
valska er hann var þaðan ættaður.“42 Höfundur hefur talið nauðsynlegt að taka
þetta fram til þess að lesandinn sannfærist um að konungur hafi skilið kvæð-
ið. Hver sá sem lítur á fornensku textana sem fylgja þessari ritgerð hlýtur að
draga í efa að norræna hafi verið auðskiljanleg Englendingum hinum fornu, án
sérstakrar þjálfunar. Hins vegar hefur dönsk tunga á þessum tíma verið mál
yfirstéttarinnar í Danalögum og því hefur hátt settum mönnum í stjórnkerfinu,
ekki síst Aðalráði konungi, verið nauðsynlegt að skilja danska tungu eða hafa
við hirð sína ráðgjafa sem höfðu fullt vald á þeirri tungu.43
104