Gripla - 20.12.2007, Blaðsíða 33
AM 240 FOL XV 31
Sameiginleg einkenni á rithöndum í handritum sem hér á undan hafa verið
tekin til athugunar eru, ásamt fleiru, ávitull um að þau hafi öll orðið til á sama
stað og á þeim stað hafi verið álitlegur hópur skrifandi manna sem hafi unnið
að bókagerð á síðari hluta fimmtándu aldar. Forkólfur þeirrar iðju hefur
trúlega verið Þorleifur Björnsson, hirðstjóri á Reykhólum (d. 1486), en síðar
hafa synir hans tekið við, Björn á Reykhólum sem skrifaði helgisagnahand-
ritið Reykjahólabók, Perg fol nr 3 í Konungsbókhlöðu í Stokkhólmi,16 og hálf-
bróðir hans, Þorsteinn Þorleifsson bóndi í Svignaskarði, sem Stefán Karlsson
hefur sýnt fram á að hafi skrifað Grettis sögu í AM 152 fol, og tvö blöð úr
Jónsbók eru til með hans hendi (AM 173 d 4to, A 30).17
VII
Hér á eftir er texti blaðanna tveggja í AM 240,XV prentaður stafrétt og ská-
letrað það sem er leyst úr böndum. Máðir upphafsstafir og annað ólæsilegt er
sett innan hornklofa, en innan oddklofa það sem er óskrifað og vantar. Orð á
spássíu (2v10) er sett innan þessara tákna: ÷ \, en stafir yfir línu innan \ ÷.
Ævintýrin, bæði heil og óheil, eru tölusett 1–6 og athugasemdir við hvert og
eitt þeirra fylgja á eftir textanum, þar á meðal textar sumra þeirra sem hafa
varðveist í öðrum handritum (nr. 2 og 6) og enskur texti til samanburðar við
nr. 4.
16 Reykjahólabók. Islandske helgenlegender. I–II. Udgivet af Agnete Loth. Ed. Arn. Series A,
vol. 15–16. Kh. 1969–70.
17 Stafkrókar. Ritgerðir eftir Stefán Karlsson gefnar út í tilefni af sjötugsafmæli hans 2. des-
ember 1998. Reykjavík. Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi 2000, 233–34.