Gripla - 20.12.2007, Blaðsíða 72
GRIPLA70
mundur á að í öll handritin vanti nokkur orð á sama stað þar sem hlaupið hafi
verið yfir línu í forriti. Í AM 162 C fol stendur (Ljósv. 1880:129–130):
Þórarinn mælti: «hverju léztú svarat verða?» «Eigi sýndiz mér þat»
kvað hann. «Hvat kom til þess, hefir hann eigi ættina til, eða er hann
eigi svá vel mannaðr sem þú vilt?»
Klausuna „hverju – svá”, sem er skáletruð hér, vantar í öll pappírshandritin að
sögn Guðmundar og þess vegna hljóta þau að vera runnin út af einu afriti 162
C.9
Pappírshandritin eru samkvæmt þessu runnin frá einu eftirriti skinnhand-
ritsins sem villan hefur komist inn í. Einnig bendir Guðmundur á að pappírs-
handritin endi á sömu setningunni í Þórarins þætti ofsa svo að þau hljóta að
vera komin af einu og sama handritinu (Ljósv. 1880:255). Telja verður afar
sennilegt að þátturinn hafi verið í AM 162 C fol fyrst hann er í pappírshand-
ritunum.10
Handritið AM 514 4to frá s.hl. 17. aldar er merkilegt fyrir þær sakir að all-
ur síðari hluti Ljósvetninga sögu er dreginn saman í einn kafla.11 Í þessu hand-
riti er fyrri hluti sögunnar í heild sinni en Eyjólfs saga og Ljósvetninga í út-
drætti, en útdrátturinn nær ekki yfir Þórarins þátt ofsa. Guðmundur Þorláksson
(Ljósv. 1880:xxiv–xxv) var í nokkrum vafa um hvernig hann ætti að flokka
514 – kallaði það B en ekki C – og segir að það sé í mörgu réttara en hin
pappírshandritin.12 Augljóst er að AM 514 4to tilheyrir C-gerð, þótt það kunni
Ásmundarson prentaði hana þar sem hún á heima í sögunni (Ljósv. 1896:15), reyndar með
breyttu letri. Grímur M. Helgason og Vésteinn Ólason sleppa hins vegar ættartölunni með
þeim orðum að þættinum virðist lokið (Ísl. 1971:258) og það sama gera Theodore M. And-
ersson og William Ian Miller (1989:138).
9 Guðmundur segir að skrifarar sumra pappírshandritanna reyni að laga málsgreinina til að fá
botn í merkinguna (Ljósv. 1880:129–130).
10 Þórarins þátt ofsa þrýtur í miðjum klíðum vegna þess að AM 162 C fol eða einhver önnur
formóðir pappírshandritanna, sem varðveita þáttinn, hefur verið skert. Hallgrímur Scheving
samdi einnig niðurlag þáttarins (JS 428 4to) sem Guðmundur Þorláksson prentaði neðanmáls
(Ljósv. 1880:255–56) en Valdimar Ásmundarson sem niðurlag þáttarins, reyndar með
breyttu letri (Ljósv. 1896:121–23).
11 Sama er að segja um NKS 1704 4to frá um 1700. Ljósvetninga saga er skrifuð tvisvar í þessu
handriti, þ.e. á bl. 1r–46r og bl. 47r–71r og 72v, og er hér átt við seinni söguna (ÍF10:lix);
trúlegt er að hún sé komin út af AM 514 4to.
12 Um handritin AM 514 4to og NKS 1704 4to (seinni söguna) segir Björn Sigfússon að þau séu
sérstök gerð, en stuttu framar segir hann að yfir 30 pappírshandrit séu til af sögunni og stafi
„þau frá einu og glötuðu afriti af C” (ÍF10:lvii, lix).