Gripla - 20.12.2007, Blaðsíða 142
GRIPLA140
Árni kvað ljóðabréf til vina sinna eins og þá var tíska, og einnig orti hann
nokkuð af mansvísum. Loks skal hér nefnt að Árni orti um bújörð sína (s.
cxvii–cxviii), Akra á Mýrum. Ekki er ástæða til að fjalla frekar um tækifæris-
skáldskap Árna, heldur skal vísa í rannsóknir Björns Karels og handrit sem
þar er vitnað til.
Hér er aftur á móti rétt að geta nokkuð um þann kveðskap Árna (s. xcix):
„þar sem aðalefnið er sótt í sögur eða önnur forn fræði“. Þau efni eru skyldust
handritinu, sem hér er til umfjöllunar. Rétt er einnig að nefna, að síðan
Brávallarímur voru gefnar út, hefur texti Rútukvæðis eftir Árna verið gefinn
út.15
Í athugun sinni ræddi Björn oft um heimildir að ýmsum atriðum í kvæðum
Árna, en eðlilega þekkti Björn ekki Ak. Hún breytir nokkru hugmyndum um
heimildir að kveðskap Árna. Hægt hefði orðið að leiðrétta nokkurn misskiln-
ing hjá Birni Karel þar sem hann þekkti ekki þetta handrit og virðist stundum
hafa miklað fyrir sér útbreiðslu og notkun prentaðra bóka. Hér má taka sem
dæmi Völsungsrímur, sem Árni orti 1758, þ. e. eftir að hann skrifaði Ak. Í rím-
unum er notaður texti Helreiðar Brynhildar, sem er betri heldur en þá var á
prenti í Skálholtsútgáfu Ólafs sögu Tryggvasonar og Kämpadater Biörners frá
1737. Í framhaldi hér af sagði Björn (s. cxxxix):
Hann [þ. e. Árni] hlýtur því að hafa haft hana í handriti, sem farið hefur
nær konungsbók Sæmundar Eddu en hinir prentuðu textar Helreiðar.
Hann endurkveður hana þannig, að hann steypir saman texta Skálholts-
útgáfunnar og þessa handrits síns, sem nú er glatað.
Telja má næstum fullvíst, að Árni Böðvarsson hafi notað Ak og hér hafi Björn
Karel rangt fyrir sér.
Við skulum íhuga: Hvað hafði Árni Böðvarsson í huga þegar hann skrifaði
handritið? Hann var rímnaskáld og þurfti og vildi þekkja vel heiti og kenn-
ingar. Um skáldamál hans sagði Björn Karel (s. ccxvi):
Rímur Árna Böðvarssonar bera ljóst vitni meiri þekkingar á skáld-
skaparmáli en algengt var um rímnaskáld á 18. öld, þó að sitthvað sé
hjá honum aflagað og rangt. Auðséð er, að Árni hefur notað Resens
Eddu. ... Eftir þeirri bók hefur Árni tekið rangar myndir heita, ... og
fleiri villur. Þó sér hann stundum við villum hennar og fer rétt með
sumt, sem í henni hefur misprentazt.
15 Árni Böðvarsson. “Rútukvæði. Birt hefur Sverrir Tómasson.” Gripla. 11 (2000). s. 199–208,
sbr. 26. nmgr.