Gripla - 20.12.2007, Blaðsíða 139

Gripla - 20.12.2007, Blaðsíða 139
AKRABÓK 137 ÆVI SKRIFARANS OG KVÆÐAGERÐ Um Árna Böðvarsson eru miklar heimildir kunnar. Viðamikil og nákvæm rannsókn á ævi hans og skáldskap eftir frumheimildum var gerð af Birni Karel Þórólfssyni og birtist hún í inngangi að útgáfu Brávallarímna eftir Árna á veg- um Rímnafélagsins árið 1965. Einnig skrifaði Björn langa grein í Andvara 1963, „Árni Böðvarsson skáld“, í minningu þess að liðin voru 250 ár frá fæð- ingu hans. Greinina byggði Björn á rannsóknum sínum til undirbúnings útgáfu rímnanna, þótt sumt sé þar eðlilega öðruvísi en í innganginum. Sagt er, að eftir að Björn hafi unnið mörg ár að útgáfunni hafi hann komið niður á handritadeild Landsbókasafnsins í gamla Safnahúsinu við Hverfisgötu og hitt að máli Lárus H. Blöndal bókavörð og sagt: „Nú er komið að miklum tímamótum í mínu verki.“ „Nú, ertu búinn með rímurnar?“ spurði Lárus. „Nei, ég er kominn að rímunum“, svaraði Björn. Þetta samtal segir margt um tilhög- un útgáfunnar, því að þar er miklu meira sagt frá höfundinum og öðrum rit- störfum hans en rímunum einum heldur en annars er venja í útgáfum Rímna- félagsins. Fyrir vikið er kveðskapur Árna Böðvarssonar betur rannsakaður en flestra skálda frá svipuðum tímum, og væri gott fyrir yfirsýn um andlega iðju hérlendis, ef verk fleiri skálda fyrri alda hefðu verið rannsökuð jafnnákvæm- lega og skáldskapur Árna. Helst skortir innganginn, að þar vantar efnisyfirlit og registur, og þá ekki síst yfir þau mörgu handrit, sem vitnað er til. Brýn nauðsyn er á að gera nákvæma handritaskrá yfir þennan merka inngang. Árni Böðvarsson var fæddur á Slítandastöðum í Staðarsveit á Snæfellsnesi árið 1713. Faðir hans var Böðvar Pálsson, sonur Páls Ketilssonar prests Jör- undssonar í Hvammi í Dölum. Séra Ketill í Hvammi var móðurafi Árna Magn- ússonar handritasafnara. Árni Magnússon og Árni Böðvarsson voru því af öðrum og þriðja að skyldleika. Böðvar faðir Árna var skólagenginn, þótt aldrei yrði hann prestur. Árni Böðvarsson varð stúdent úr Hólaskóla, sennilega árið 1732, en varð aldrei prestur.13 Árni var tvígiftur en börn hans lifðu hann ekki. Fyrri konan hét Helga Sigurðardóttir, en ekki stóð það hjónaband lengi. Árið 1743 var Árni dæmdur hórsekur, en árið áður hafði hann eignast (s. xv): „barn fram hjá með giftri 13 Árni Böðvarsson. Brávallarímur. Björn Karel Þórólfsson bjó til prentunar. Rv. 1965. s. xi–xii (Rit Rímafélagsins. VIII.) (Hér eftir verður í meginmáli vitnað til inngangsins með rómversk- um síðutölum). Sjá einnig: Jonna Louis-Jensen. “Af láni og óláni.” Con amore. En artikel- samling udgivet på 70-årsdagen den 21. oktober 2006. Kbh. 2006. s. 105–106.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210

x

Gripla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gripla
https://timarit.is/publication/579

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.