Gripla - 20.12.2007, Blaðsíða 30
GRIPLA28
73v6, ‘Liggia’ 73v10. Þverstrik milli ‘ll’ er greinilegt í ‘ogilldi˙’ 73v1, ‘Verka
ˆall og nÌt ˆall’ 73v9. ‘â’ er algengt, t.d. 73v2, 7, 11, ‘þâ’ 73v5 og 9. Í 42 a er
‘æ’ ekki með drætti niður fyrir línu, en að öðru leyti líkt skrifað og í 240,XV.
‘Ì’ líkist límingi af i+j og er ekki alltaf með depli yfir, sjá ‘nÌt’ 73v9, ‘fÌr’
73v17.
III
Seint á fimmtándu öld var þremur kverum með samtals 23 blöðum aukið í
Flateyjarbók. Í þessum viðauka er texti eins og annars staðar í bókinni í tveim-
ur dálkum sem á síðari tímum hafa verið tölusettir 755–843. Jonna Louis-
Jensen hefur gert grein fyrir rithöndum tíu skrifara í þessum viðauka og hvað
hver þeirra hafi skrifað10 og vísar í grein eftir Harry Törnquist, þar sem hann
sýndi fram á að á þessum blöðum væru hendur að minnsta kosti tveggja skrif-
ara.11 Þær rithendur nefnir JL-J A (á dálkum 755–818) og B (á dálkum 819–43
og þar að auki á fáeinum línum hér og hvar í þeim hluta sem er með hendi A),
en aukahendur nefnir hún C–J. JL-J bendir á að miklar líkur, ef ekki sannanir,
séu fyrir því að Þorleifur Björnsson, hirðstjóri á Reykhólum (d. 1486), hafi
skrifað hönd B (240–46) og að hann hafi átt Flateyjarbók þegar kverunum
þremur var aukið í hana (245).
Sérstök einkenni á stafagerð í 240,XV sem nefnd eru hér á undan koma
fram hjá sumum rithöndum í viðauka Flateyjarbókar. Einkenni á aðalhönd-
unum tveimur, A og B, er að í báðum er sveigur dreginn efst hægra megin frá
hálegg stafanna b, h, k, l og þ og með grönnum drætti skáhallt niður á við yfir
legginn ofanverðan. Þar sem tvö l fara saman endar þessi sveigur í greinilegu
striki milli þeirra, en stöku sinnum koma fyrir ‘ll’ með þverstriki sem ekki
tengist þessum sveig, bæði í A og B, einkum þar sem ‘lld’ fara saman, t.d. í A
‘˙kalltu’ 787.7, ‘hell∂ur’ og ‘˙kall∂it’ 787.19, og í B ‘hell∂ur’ 819.1 og 2, ‘allz’
819.2, ‘˙kyll∂u’ 831.14, ‘gamall’ 831.16.
Með hönd G, sem JL-J segir með eldri einkennum en aðrar hendur í við-
aukanum, er d. 814.53–57 og d. 818.55–63 ‘Ok – híáLm’. Í þessum línum eru
tvö dæmi um ‘r’ með aukadrætti: ‘eptir’ og ‘rei∂’ 818.57; þrjú dæmi um ‘L’:
10 Jonna Louis-Jensen. Den yngre del af Flateyjarbók. Afmælisrit Jóns Helgasonar 30. júní
1969. Reykjavík 1969, 235–50.
11 Harry Törnquist. Olika händer i Flatöboken. Aarbøger for nordisk Oldkyndighed og Historie.
Kh. 1938, 91–98.