Gripla - 20.12.2007, Blaðsíða 193
ANDMÆLARÆÐUR
de orco Islandico disputationis colophon esto. (Arngrímur Jónsson
1950 [1593]:31)
Er oss kappnóg að vita að fyrir mildi og hjálp Drottins vors, Jesú
Krists, sem hefur leyst oss með dýrmætu blóði sínu, munum vér aldrei
líta þá daunillu myrkraskonsu eða líða aðrar píslir. Skal hér lokið tölu
um íslenskt helvíti. [Væntanlegt í þýðingu og útgáfu Einars Sigmars-
sonar 2007]
Að lokum birtast hér leiðréttingar við bókina. Sumar villur hef ég sjálf
fundið, aðrar hefur mér verið bent á og vil ég færa þakkir þeim sem
það gerðu.
Leiðréttingar við Barokkmeistarann
Bls. 11: Barokkhugtakið er ekki upprunnið í Rúmeníu heldur á hinu rómanska
málsvæði, sbr. Hoffmeister 1987:2.
Bls. 18: Friedriche, rétt: Friederike
Bls. 66: Erfikvæði um Helgu Aradóttur (1604–1628) er ekki eftir sr. Ólaf
Jónsson á Söndum (enda lést hann 1627) heldur er það að öllum líkindum eftir
sr. Ólaf Jónsson á Stað í Súgandafirði, þá á Eyri í Skutulsfirði, eins og Þórunn
Sigurðardóttir hefur bent á, sjá Þórunn Sigurðardóttir 1996:241.
Bls. 93, 3. lína: Altherthum, rétt: Alterthum
Bls. 102, 8. lína að neðan: di, rétt: die
Bls. 102, 3. lína að neðan: Sturlason, rétt: Sturläson
Bls. 103, 3. lína að ofan: bibliothec, rétt: Bibliiothec
Bls. 103, 18. lína: SextanmælliVysa, rétt: Sextanmælli Vysa
Bls. 103, 19. lína: sehzehnmahl, rétt: sechzehnmahl
Bls. 103, 1. lína að neðan: Werse, rétt: Verse
Bls. 104, 1. lína: Werse, rétt: Verse
Bls. 133, nmgr. 5: skólameistari, rétt: skólameistara
Bls. 276: annrri, rétt: annarri
Bls. 276: „Eiríkur Hallsson ... þýddi Paradísaraldingarð Jóhanns Arndt en
þýðing hans hlaut ekki náð fyrir augum Þórðar biskups [...] og var ritið því
ekki prentað fyrr en 1731 í annarri þýðingu“. Hér hefur höfundur ruglað
saman Paradísaraldingarði Arndts og riti hans Sannur kristindómur sem kom
út í þýðingu Þorleifs Árnasonar (1687–1727) árið 1731, sbr. Einar Sigur-
björnsson og Þórunn Sigurðardóttir 2004:xxiv, nmgr. 58. Paradísaraldin-
191