Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Page 164

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Page 164
164 Menn ganga gagnrýnislaust út frá þeirri tilgátu að á grundvelli rann- sókna á hvatalífi og ögunarháttum manna á tilteknu þjóðfélagslegu þróunarskeiði – manna í okkar eigin þjóðfélagi, eins og við getum kannað þá hér og nú – sé hægt að setja fram kenningar um hvatalíf og ögunarhætti mannsins almennt, um menn í öllum þjóðfélögum.7 Í orðum Elias má greina ákall eftir „sögulegri sálgreiningu“,8 þar sem leitast sé við að kanna gangverk sálarlífsins sem sögulega og þjóðfélagslega smíð og sjónum beint að félagslegri mótun jafnt vitundarinnar og dulvitundarinnar. Þannig er skrifum Elias beint gegn hugmyndinni um einstaklinginn sem lok- aða eða sjálfstæða heild, vegna þess að hann mótast stöðugt af þeim þjóð- félagslegu ferlum sem hann er fanginn í. Einstaklingurinn er afurð þjóðfélags- legra aðstæðna og hvatir hans eru bundnar breytingum á þessum ytri skilyrðum eða „félagslegum habitus“.9 Það er í þessum skilningi sem Elias kemst að þeirri niðurstöðu, í greiningu sinni á „umbreytingum árásargirninn- ar“, að „[e]f miðstýrt vald styrkist í hinu eða þessu héraðinu, ef það tekst að neyða fólk til að lifa saman í friði á stóru eða smáu svæði, þá breytist einnig jafnt og þétt mótun kenndanna og viðmið hvatalífsins“. Gagnrýnendur hafa bent á að í riti sínu sniðgangi Elias eitt af þremur lykil- hugtökum Freuds; áhersla hans beinist að þaðinu og yfirsjálfinu en sjálfið lendi utan greiningarinnar.10 Þetta má til sanns vegar færa, en hér er síður um að ræða yfirsjón en meðvitaða fræðilega afstöðu. „Sjálfsögunin“ sem einkennir nútímaþjóðfélagið er „af félagslegum toga“, eins og Elias bendir á, og verður aðeins skýrð með hliðsjón af ytri breytingum þjóðfélagsgerðarinnar – sjálfið, sem gegnir lykilhlutverki í kenningu Freuds, reynist þannig á endanum aðeins vera innræting yfirsjálfsins og þeirra siðferðislegu gilda sem ríkja í samfé- laginu. Í Über den Prozeß der Zivilisation rekur Elias þetta innrætingarferli með hliðsjón af umbreytingum borðsiða. Þungamiðjan í ritinu eru lýsingar á sögu hnífapara, snýtinga, skyrpinga og borðhalds, sem eru studdar með umfangs- miklu safni dæma, sem flest eru sótt í handbækur um siðlega hegðun frá sext- 7 Sama rit, bls. 9. 8 Anna Green, Cultural History, New York: Palgrave Macmillan, 2008, bls. 43. Í þessu tilliti bendir Green á aðferðafræðilegan skyldleika rits Elias við þekkt rit franska sagnfræðingsins Luciens Febvre um vandamál trúleysis á sextándu öld, Le problème de l’incroyance au XVIe siècle. La religion de Rabelais, París: Albin Michel, 1947. 9 Um hugtakið „félagslegur habitus“ í skrifum Elias og tengsl þess við kenningar franska félagsfræðingsins Pierres Bourdieu, sjá nánar hjá Ute Daniel, Kompendium Kulturgeschichte. Theorien, Praxis, Schlüsselwörter, bls. 261–265. 10 Sjá Gerd Schwerhoff, „Zivilisationsprozeß und Geschichtswissenschaft. Norbert Elias’ Forschungsparadigma in historischer Sicht“, Historische Zeitschrift 3/1998, bls. 561–605, hér bls. 598. NoRBeRt eliAS
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.