Skírnir - 01.01.1945, Blaðsíða 9
Skímir
Jónas Hallgrímsson
7
málfars þeirra. í kveðskapnum hefur endurnýjunin eink-
um gerzt fyrir áhrif frá eddukvæðunum, hinum undur-
samlega hreinleik þeirra og málfegurð. Glögg eru áhrif
þeirra hjá Benedikt Gröndal eldra og Jóni á Bægisá. 1 er-
lendum kveðskap gerast um þessar mundir miklir hlutir,
þegar tilfinningalífið og ímyndunaraflið losnar úr læð-
ingi á síðara hluta 18. aldar. Á Norðurlöndum verður
þetta að vorleysingu, það er með tilkomu rómantísku
stefnunnar í upphafi 19. aldar. Hér á landi kemur hún
inn í bókmenntirnar með Bjarna Thorarensen. Þar má
sjá einkennilega gjörla, hvernig skáldskaparbragur 18.
aldar hreinsast við áhrif úr tveim áttum, frá hinum
nýja erlenda kveðskap og frá eddukvæðunum. Vald dýrra
hátta er brotið á bak aftur, og í staðinn kemur málfeg-
urðin sjálf. Þessi endurfæðing skáldskaparstílsins nær að
vísu ekki fullkomnun hjá Bjarna, en árið 1807, meðan
Bjarni var í Kaupmannahöfn að skrifa upp eddukvæði og
nema af útlendum snillingum, fæddist Jónas Hallgrímsson
norður á Hrauni í Öxnadal, og þegar hann komst á legg,
drakk hann í sig kvæðin eftir Bjarna, sem komu smám
saman fram á sjónarsviðið. Hann fullkomnaði þessa end-
ursköpun. Hann var í Bessastaðaskóla á árunum 1823 til
1829, undir handarjaðri Sveinbjarnar Egilssonar; hann
hefur numið mikið af vandlæti hans. Og eddukvæðin hef-
ur hann á unga aldri gert að eign sinni á alveg furðu-
legan hátt, og úr ljóðahætti, brag Hávamála og Sólar-
ljóða, hefur hann náð tónum, sem eru einstakir í íslenzk-
um kveðskap. Hinn nýja stíl óbundinnar ræðu hefur hann
lært ekki síður en aðrir lærisveinar Sveinbjarnar, en Jón-
as hefur lagt enn meira kapp en meistari hans á að nema
af töluðu máli, og er auðvelt að komast að raun um það
með því að athuga smásögur hans.
Maður einn á 12. öld tók sér fyrir hendur að rita oss
Islendingum stafróf. Jónas og samherjar hans sköpuðu
þann stíl, bæði í bundnu máli og óbundnu, sem allar síðari
bókmenntir Islendinga eru grundvallaðar á.
Til marks um það hvað vannst langar mig að fara með