Skírnir - 01.01.1945, Blaðsíða 46
44
Jón Gíslason
Skírnir
þögguðu þá kallarar niður lýðinn, en öldungarnir
sátu í helgum hring á sléttum steinum og héldu á
sprotum hinna hvellrómuðu kallara, spruttu síðan
upp með sprota í hendi sér og sögðu fram atkvæði
sín hver eftir annan. í miðjum dómhringnum lágu
tvær vættir gulls, er sá skyldi fá, er réttastan dóm
dæmdi þeirra í milli.
Hjá hinni borginni sátu tveir herflokkar; þeir
ljómuðu allir af vopnum; umsátursherinn bauð tvo
kosti, að þeir skiptu í helminga öllu því fé, er væri í
borginni, ella létust þeir mundu leggja borgina í
eyði. Að þessum kostum vildi borgarherinn ekki
ganga og bjóst á laun að gera þeim fyrirsátur, en
konur þeirra, börn og gamalmenni stóðu uppi á
borgarveggnum og gættu hans. Nú fóru þeir af stað,
og var Ares og Pallas Aþena í fararbroddi; þau
voru bæði af gulli ger og klædd í gullklæði, bæði
fögur sýnum og stórvaxin, er þau voru guðir, og var
hvorttveggja þeirra mjög auðkennilegt, en hitt liðið
var nokkuð minna vexti. En er þeir komu, þar er
þeir vildu hafa fyrirsátrið, það var hjá fljóti nokkru,
og var þar brynnt öllum nautunum, þá settust þeir
þar, búnir blikandi eirmálmi. Síðan fóru tveir menn
frá liðinu og settust á njósn og biðu þess, að þeir
sæju, nær sauðféð kæmi og hin háhyrndu naut; var
þess ei langt að bíða, að féð kom í ljós, og fylgdu því
tveir smalamenn; þeir skémmtu sér á munnhörpur
og vissu sér engin svik búin. En er hinir sáu féð,
hlupu þeir á það, ræntu nautahjörðunum og hinum
fríðu sveitum enna hvítu sauða, en drápu hjarðmenn-
ina þar hjá fénu. Nú sem umsátursherinn heyrði
óhljóðin, þangað sem nautin voru, sátu þeir þá fyrir
framan þingstöðina, þá stigu þeir þegar á hina létt-
fættu hesta sína og riðu eftir hinum; náðu þeir þeim
skjótt, og er þeir höfðu fylkt liði sínu, börðust þeir
á fljótsbökkunum og skutust á eirslegnum spjótum.
Þar var Þrætan í flokki, þar var Hergnýrinn, og þar