Skírnir - 01.01.1945, Blaðsíða 134
132
Eyjólfur Guðmundsson
Skímir
andi svitakófi. — Reyndi ég ekki síðar að strjúka um
nótt burt frá Ingu; við hana tók ég öllu fremur ástfóstri.
Það var seinna eitthvert óþægðarkast í mér, svo að
ekki tókst að þagga niður í mér orgin. Líklega hef ég þá
verið á fjórða ári. Var mér þá sýnt út um gluggann hjá
ömmu, hvar f jórir menn voru að flá afsláttarhross. Hryllti
mig svo við þeirri sjón, að mynd sú sat föst í huganum og
hefur aldrei máðst þaðan. Það glampaði á fleginn skrokk-
inn og blóðrákaðan svírann; húðin lá útflæmd og innvols-
ið þar hjá. Allt þetta vakti svo næma andstyggð hjá mér,
að lengstum mátti ég ekki hrossskrokk sjá. Þessi óbeit
var mér oft til óþæginda síðar, þegar ég sótti hesta eða
varði engjar á unglingsárum. Þá lágu oft í högum skrokk-
ar af hrossum, sem annað hvort höfðu farizt í dýjum eða
fallið úr hor. En ég var hræddur við þá, meira en drauga
og afturgöngur, neyddist hins vegar til að koma nærri
þeim, ef hestar voru þar. Kom þá ekki að liði, þó að ég
ásetti mér að líta ekki á skrokkinn; hann blasti við, og
gljáði á hann í sólskininu — og ósjálfrátt festi ég augun
á þessari hörmulegu beinagrind. Þá var ég 18 ára, er ég
forðaðist að koma að dauðu hrossi og hræddist þær beina-
grindur, er hálfrotnaðar lágu á víðavangi. Og man ennþá
vel, hvar hræin lágu.
Hið fyrsta, sem vakti eftirtekt mína úti, var, að lands-
lagi til, Eyjarhóll. Strýturnar á toppi hans blöstu beint
móti baðstofuglugganum, og ævinlega sat hrafn þar uppi,
stundum sinn hrafn á hvorri strýtu.
Sólveig Benediktsdóttir hét gömul kona og var „á for-
lagi“ í Eyjarhólum. Hún var dóttir Benedikts Þórðarson-
ar, sem kallaður var skáld, og talsvert hagmælt. Árni
bróðir hafði gefið mér prik með hesthaus á öðrum enda.
Þetta prik var reiðhesturinn minn, og var þá stundum
árekstur við rokka kvenfólksins, er ég hleypti honum eftir
baðstofugólfinu. Sólveig tók svari mínu . . . Mamma gaf
mér mussu lifrauða, sem útflúruð var lissum og hneppt
gljáandi hnöppum. Þessi flík var sparibúningurinn, og
vildi ég vinna allt til þess að mega fara í hana og setjast