Skírnir - 01.01.1945, Blaðsíða 131
Skírnir
Karon eða áhorfendur
129
neðra; Níníve hans Sardanapalosar, Babýlon og Mýkenu,
Kleónu og svo sjálfa Ilíos. Ég man það, að ég hef ferjað
frá þeim stöðum svo mikinn fjölda, að ég komst aldrei til
að setja ferjuna mína á land eða viðra hana í tíu sam-
fleytt ár.
HERMES. Það er nú af Níníve að segja, ferjukarl
minn! að hún er liðin undir lok, og sést ekkert eivi af
henni framar, og ekki munu menn einu sinni geta sagt,
hvar hún hefur staðið. En þarna sérðu Babýlon, borgina
með fallegu turnana og hringmúrinn stóra, og þó mun
ekki á mjög löngu líða, þangað til menn leita að henni líka
eins og að Níníve. En Mýkenu, Kleónu og Ilíos sérstak-
lega skammast ég mín að sýna þér; því ég geng að því
vakandi, að þú kyrkir hann Hómer, þegar þú kemur niður
í undirheima, fyrir allt skrumið og öfgarnar í ljóðum
hans. En hvað sem því líður, þá voru borgir þessar samt
í sældar gengi forðum daga, en nú eru einnig þær andað-
ar; því borgirnar deyja líka, ferjukarl minn!
KARON. Farðu nú kolaður, Hómer! fyrir lofdýrðina
þína og nöfnin hljómmiklu: „hin helga Ilíos“, „hin stræta-
breiða Ilíos“, „hin fagurbyggða Kleóna“. En eftir á að
hyggja, hverjir eru mennirnir þarna, sem eiga í ófriði
saman, og því drepa þeir hverjir aðra?
HERMES. Það eru Argverjar og Lakverjar, Karon! og
þarna sérðu foringjann, hann Oþrýades, sem er að rita á
sigurmerkið með blóði sínu.
KARON. En um hvað stendur ófriðurinn þeirra í mill-
um?
HERMES. Einmitt um völlinn sama, sem þeir berj-
ast á.
KARON. ó hvílík fásinna! Þeir vita þá ekki, að þó hver
þeirra einstakur ynni undir sig alla Pelopsey, þá mundu
þeir varla fá svo mikið landrými hjá honum Eakosi sem
svaraði einu þverfeti. En þessi völlur mun bráðum verða
yrktur, ýmist af þessum og ýmist af hinum, og sigurmerk-
ið mörgum sinnum rifið upp frá grunni með arðurjárn-
inu.
9