Skírnir - 01.01.1945, Blaðsíða 106
104
Agnar Kl. Jónsson
Skírnir
þingi 1934. Úr framkvæmdum varð þó ekkert að sinni, en
eftir að Helgi P. Briem hafði orðið að yfirgefa Spán og
sýnt þótti, að hann mundi ekki eiga afturkvæmt þangað
fyrst um sinn, var honum falið að starfa til bráðabirgða
að ýmsum viðskiptamálum í Mið-Evrópu, m. a. fyrir
fiskimálanefnd. Skyldi hann hafa aðsetur í Berlín. Jafn-
framt lét ríkisstjórnin fyrir milligöngu sendiráðsins í
Kaupmannahöfn athuga, hvernig heppilegast væri að til-
kynna þýzku stjórninni þetta bráðabirgðastarf. f bréfi
því, sem sendiráðinu í Kaupmannahöfn var skrifað þessu
máli viðvíkjandi, var meðal annars tekið fram, að ekki
væri til þess ætlazt, að starf fiskifulltrúans í Suður-
Evrópu yrði lagt niður né heldur að hann legði niður
starf sitt sem ráðunautur við danska sendiráðið í Madrid.
Ennfremur segir, að til þess sé að vísu ætlazt, að fulltrú-
inn dvelji í Berlín, en þó er gert ráð fyrir, að hann fari
snöggar ferðir þaðan til nálægra landa í viðskiptaer-
indum.
Með tilliti til allra aðstæðna var svo endanlega ákveð-
ið, að Helgi P. Briem skyldi fyrst um sinn skipaður ráðu-
nautur við danska sendiráðið í Berlín. Var formlega geng-
ið frá skipuninni í marzmánuði 1937, og dvaldi ráðunaut-
urinn síðan í Berlín, þar til styrjöldin gerði honum ókleift
að starfa þar áfram.
Þess er áður getið, að það voru sendiráð og ræðismanns-
skrifstofur Dana, sem önnuðust þær framkvæmdir í ís-
lenzkum utanríkismálum, er utanríkisráðherra Dana gaf
þeim fyrirmæli um samkvæmt óskum ríkisstjórnar ís-
lands. Af ríkisstjórnarinnar hálfu var það forsætisráð-
herrann, sem fyrst í stað sá um afgreiðslu utanríkismál-
anna. Störfin voru þá mestmegnis bréfa- og skeytavið-
skipti við danska utanríkisráðuneytið og eigi sérlega um-
fangsmikil. Veturinn 1920 til 1921 dvaldi Lárus Jóhahnes-
son, síðar hæstaréttarmálaflutningsmaður, í Kaupmanna-
höfn og kynnti sér þá meðal annars nokkuð afgreiðslu
utanríkismála í danska utanríkisráðuneytinu, og annaðist
hann þessi störf um nokkurt skeið eftir heimkomu sína.