Skírnir - 01.01.1945, Blaðsíða 85
Skírnir
Reisubók Bjarnar Jórsalafara
83
Jón veitir hér heimild um, af hverju menn ályktuðu, að
eyjarnar lægju „undan Isafjarðarmynni til útnorðurs“
(a, sbr. sögn Jóns lærða hér rétt á undan). „Sú gamla
vísa“ er eflaust vísan, sem Styrbjörn kvað eftir draum
sinn, er hann hafði ráðizt til farar með Snæbirni galta og
Hrólfi rauðsenzka að leita Gunnbjarnarskerja:
Bana sé ek okkarn
begg’ja tveggja,
allt ömurligt
útnorSr í haf o. s. frv.1)
Margt fleira mætti skrifa um Gunnbjarnareyjar, en hér
verður staðar numið. Ætlunin var aldrei að gera þeim
fullnaðarskil á þessum stað. En mér virðist þessi atriði
benda til þess, að Jón lærði hafi átt drjúgan þátt í að
skapa hugmyndir manna um þær, og styður það enn þá
skoðun, að hann sé höfundur ágripsins (a). Ég sé enga
ástæðu til að ætla, að nafnið Gunnbjarnareyjar sé runnið
frá reisubókinni. Hins vegar leiði ég hest minn alveg hjá
því að reyna að ákveða, við hvaða eyjar Björn Jórsalafari
kom og þorði ekki að kanna (af ótta við eskimóa?), ef
nokkuð er í sögninni hæft.
IV.
í frásögnunum úr reisubókinni eru ýmsar sögulegar
skekkjur, aðrar en þær, sem minnzt hefur verið á. Kona
Bjarnar Einarssonar í Vatnsfirði er nefnd Ólöf, en hún
hét Solveig Þorsteinsdóttir. Hins vegar hét kona Bjarnar
Þorleifssonar hirðstjóra á Skarði, dóttursonar þeirra, ólöf
og var dóttir Lofts ríka Guttormssonar. Þar hefur nafna-
blöndun átt sér stað. Enn fremur er talið, að Björn Ein-
arsson hafi hrakið til Grænlands, er hann var á leið hing-
að úr Jórsalaförinni, en í rauninni hrakti hann þangað
löngu fyrr. Röð atburða hefur þar raskazt, eins og títt er
1) Landn. (útg. 1900), 50, 174. — Þess má geta, að Jón lærði
þekkti Hauksbók.
6*