Skírnir - 01.01.1945, Blaðsíða 41
Skírnir
Líkingar, list og líf í skáldskap Hómers
39
Hómer hefur upp kviður sínar með ávarpi til ljóðadís-
arinnar. Hesíódus skáld telur menntagyðjurnar, musae,
dætur Minnis. Um flesta hluti segist hann geta ort, en
þekkingu sína ausi hann af nægtabrunni menntagyðjanna.
Raunar staldrar hann við á einum stað, þegar hann er að
telja upp nöfn allra fljóta í heiminum og lætur svo um
mælt, að nöfn þeirra, sem enn séu ótalin, væri bezt að fá
hjá því fólki, er byggi á bökkum þeirra. En oftast telur
hann samt menntagyðjurnar aðalheimild sína og ráðfærir
sig við þær. Það gerir Hómer líka, og sérstaklega, þegar
hann byrjar á skrám eða upptalningum, svo sem Beóta-
bálki eða skipatali (skránni yfir gríska herinn; sbr. enn-
fremur Ód. I 10; II. II 484, 761; XII 176). Sumir fræði-
menn álíta, að undirrót þessa ávarps til menntagyðjanna
eða ljóðadísarinnar hafi verið mjög raunhæfar athafnir
skáldanna. Er komið hafi verið að þvílíkum skrám, hafi
skáldin þurft að grípa til einhverra torráðinna, ritaðra
heimilda, og þar hafi þau ein fær verið að nema raust
gyðjunnar, þ. e. a. s. lesa þessi einkennilegu „grammata“
eða „klór“ eins og Grikkir nefndu rittáknin. Orðið, sem
táknaði lærðan mann, var „grammatikos“, maður, sem-
var vel heima í „grammata", kunni með að fara þetta tor-
ráðna „klór“, gat lesið það upphátt. Hann vissi, hvar eitt
orð endaði og annað hófst, hvenær hafa skyldi skammar
þagnir og hvenær langar, því að slíkt var eigi táknað með
orðaskilum né greinarmerkjum. En hvað sem þessu líður,
þá hefur mörgum aðdáanda Hómers fundizt kviðurnar
ortar fyrir guðlegan innblástur. Þeir hafa þótzt heyra
óminn af raust gyðjunnar í fjölskrúðugum litbrigðum
hrynjandinnar, notið hughreystingar af vörum hennar og
gengið hugrakkari en ella til móts við örlög sín. Hómer
hvessir sjónir af einurð á hinar döpru hliðar lífsins eigi
síður en á hinar björtu: Hinn stolti sigurvegari er veginn
mitt í sigurvímunni í helgum véum heimilis síns og fjöl-
skyldu. Akkilles er hjá Hómer ímynd æsku og sigurvissu
hennar, en þó gín við honum harður skapadómur og bráð-
ur bani. Spurningunni: „Hvað er langlífi?“ hefði Hómer