Skírnir - 01.01.1945, Blaðsíða 21
Skírnir
Jónas Hallgrímsson
19
felldur. Heilsuveill var hann líka, þegar á leið. Síðari árin
lifði hann á styrkjum, sem hann átti undir högg að sækja,
og greiðslu fyrir vinnu sína við íslandslýsingu Bókmennta-
félagsins, en sú greiðsla hefur verið honum allsendis ónóg,
svo að hann átti við mikið basl að stríða. í einu bréfi
kvartar hann, sem verið hefur snyrtimenni og líklega
haldið til skarts, undan því, að hann geti engan mann lát-
ið sjá sig vegna klæðleysis. Og framtíðarvonir hefur hann
ekki getað gert sér miklar á þeim árum. Það er engin
furða, að allt þetta legðist þungt á hann. „Það sannaðist
á honum,“ segir Konráð Gíslason, „eins og mörgum öðr-
um Islendingi, að annað er gæfa, en annað gjörfugleiki.
Samt ber þess hins vegar að geta, að slíkir menn lifa
margar sælustundir, sem mikill þorri manna þekkir
ekki . . .“
Margir listamenn eru líkir perluskelinni; utan um sand-
korn mótlætisins skapa þeir perluna. Gjöf sorgarinnar
verður uppspretta í list þeirra. Af slíkum uppruna er
„Söknuður“ og nokkur önnur kvæði Jónasar. En það nær
fráleitt til alls þorra kvæða hans. Mér finnst oft Jónas
vera að ýmsu líkur Mozart, og vissulega í því, að honum
er léttast að yrkja, þegar hann er glaður og honum líður
vel. Kvæði hans eru eins og sólskinsblettir í heiði og mörg
tengd við sólskinsblettina í lífi hans. Þess vegna bera fleiri
kvæði hans vitni um gleði en sorg, eign en söknuð. Hann
þráir fegurðina, og sjónin veitir honum hlutdeild í henni,
og fegurðin er Glaðsheimur, bjartur sumardalur með
heiðum himni. Lesandinn fær lengi vel lítið að vita um
raunir skáldsins, finnst skáldið ef til vill ekki þekkja mik-
ið til heimsins, eins og sumum finnst kveðskapur Jón-
asar ekki djúpur, af því að hann fæst lítið við að troða
upp á lesandann heimspeki, svo sem sum skáld gera og
eru því kölluð rista djúpt; — raunar er sú heimspeki þá
oft af því tagi, að lesandanum finnst hann sjálfur hafa
lega fram yfir allan þorra embættismanna á íslandi, en það er allt
annað mál.
2®