Skírnir - 01.01.1945, Blaðsíða 83
'Skirnir
Reisubók Bjamar Jórsalafara
81
hugmyndarinnar um Gunnbjarnareyjar. í ritum Jóns lærða
eru ýmis atriði, sem benda til þess, að hugmyndina megi
rekja til hans eða samtíðarmanna hans.
Arngrímur lærði virðist ekki hafa heyrt neitt um Gunn-
bjarnareyjar eða þá ekki trúað því. Hann kannast við
Gunnbjarnarsker, en gerir þar ekki ráð fyrir neinni
byggð, og frásögn hans er á reiki um, hvort skerið var eitt
eða fleiri.1) Nafnið Gunnbjarnareyjar kemur fyrst fyrir
í Grænlandsannál Bjarnar á Skarðsá, að því er ég bezt
veit, og síðar í ritum Jóns lærða. Á landakortum mun það
fyrst finnast hjá Joris Carolus. Á korti hans frá 1634
stendur „I. Gonberma" (þ. e. Insulae Gonberma) sem nafn
á átta eyjum beint vestur af Vestfjörðum, eigi langt und-
an landi. Hélzt það fram á 18. öld. En Carolus var hér
1625 og hefur þá fengið einhverja vitneskju um eyjarn-
ar,2) sbr. hér síðar það, sem Jón lærði hefur eftir honum.
Hvernig er þá hugmyndin um þessar eyjar orðin til og
hvernig stendur á nafninu? Þar koma greinilega tvær
rætur saman, önnur sprottin af sögulegri eða öllu heldur
þjóðsögulegri þekkingu, hin raunverulegri.
1 fornum ritum er getið um Gunnbjarnarsker, sem
Gunnbjörn, sonur tJlfs kráku, á að hafa séð, er hann rak
vestur um ísland. Enginn mun nokkru sinni hafa vitað
síðar, hvar þau voru, en í Grænlandslýsingu ívars Bárðar-
sonar er sagt, að þau liggi mitt á milli Grænlands og Is-
lands.3) Samkvæmt þeirri sögn voru þau sett á landakort
eftir miðja 17. öld, án þess þó að bola Gunnbjarnareyjum
brott.4)
1) Sbr. Grönl. hist. Mindesm. I, 134. — í Gronlandia telur Arn-
grímur Gunnbjarnarsker vera smáeyjar eða sker skammt fyrir
vestan eða norðvestan ísland, en í Specimen Islandiæ telur hann
Gunnbjarnarsker vera fyrir norðan fsland, eitt og óbyggt. Þá hefur
hann verið búinn að heyra um Gunnbjarnarsker fyrir Vík í Flat-
eyjardal (sbr. Huld, 2. útg., I, 233—234).
2) Islandica XV, 29—30.
3) Grönl. hist. Mindesm. III, 250.
4) Islandica XV, 30.
6